Strákar velta því mikið fyrir sér bönnuðum kvikmyndum. Ég man að ég nánast þjáðist í bernsku yfir því að komast ekki inn á Arnarborgina í Gamla bíói.
Kári fékk að fara á Avatar – sem er bönnuð innan tíu ára.
Vinur hans einn toppaði þetta alveg, sagðist hafa horft heima hjá sér á allar Aliens myndirnar og Terminator líka.
Ég sagðist eiga erfitt með að trúa því, mér hefði þótt fyrsta Aliens myndin svo hræðileg að ég lá á gólfinu í Nýja bíói með peysu yfir hausnum á mér.
Uss, strákarnir sögðust ekki trúa því.
Svo sagði ég frá því þegar komst upp um árið að öll börnin í heilli blokk í Hlíðunum hefðu séð Silence of the Lambs.
Þá sagði Kári:
„Var hún ekki um einhverjar vondar geitur, geitur sem breyttust í vondar geitur?“