Við getum sett upp jólagjafalista samfylkingarmannsins.
Hann vill fá Snorra eftir Óskar Guðmundsson, fósturföður Hrannars B. og fyrrum kosningastjóra Jóhönnu.
Ferðabókina Enginn ræður för eftir Runólf Ágústsson, fyrrverandi rektor á Bifröst.
Jöklabókina eftir Helga Björnsson – af því samfylkingarmaðurinn trúir á loftslagsbreytingar – og ef Hallgrímur Helgason væri með bók, þá myndi hann biðja um hana líka.
Hallgrímur er raunar höfundur barnasögunnar Konan sem kyssti of mikið. Hún gæti farið í jólapakka samfylkingarfólks.
Jólabókalisti sjálfstæðismannsins gæti litið svona út:
Þeirra eigin orð, bók með neyðarlegum tilvitnunum, tekin saman af Óla Birni Kárasyni.
Eldað af lífi og sál eftir Rósu Guðbjartsdóttur.
Svartbók kommúnismans, þýdd af Hannesi Hólmsteini.
Peningarnir sigra heiminn eftir Nial Ferguson, útgefin af Uglu, forlagi Jakobs F. Ásgeirssonar.
Úbbs, þetta er reyndar aðeins of raunverulegt.
Viðbót kl. 11.58:
Hér hefur verið bent á tvær góðar bækur fyrir framsóknarmenn:
Og svo kom Ferguson – um sögu Ferguson dráttarvélarinnar eftir Bjarna Guðmundsson.
Og Svínið Pétur eftir Guðmund Steingrímsson.