Steingrímur segir að lögfræðistofan Mischon de Reyes fari út í pólitískar vangaveltur um Icesave, hin stofan sem spurð var álits, Ashurst, sé líka miklu stærri og virtari
Birgir Ármannsson fullyrti að pólitík fremur en lögfræði réði för í áliti Ashurst þegar það birtist fyrir nokkrum dögum.
Þannig erum við nákvæmlega engu nær. Hver les þetta eftir sínu höfði – og það kemur ekkert nýtt fram.
Vitlaustust var þó hugmyndin um að fá gamla hæstaréttardómara til að gefa álit. Þeir voru varir um sig, vildu auðvitað ekki láta draga sig út í þennan pytt.
Rétt hjá Ögmundi að það verður að klára þetta mál – á hvorn veginn sem það fer.
Eins og hann segir: Frekari tafir þjóna engum tilgangi.