fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Gautar og fleiri góð bönd

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. desember 2009 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég byrjaði að fylgjast með tónlist höfðu plássin á Íslandi sínar hljómsveitir. Það voru auðvitað Keflavíkurböndin, Hljómar og Óðmenn, þau reyndar slitu sig frá þessu – fluttu til Reykjavíkur, svona eins og þegar Bítlarnir fluttu frá Liverpool til Lundúna.

Frá Akranesi komu Dúmbó og Steini, Ingimar Eydal og hljómsveit frá Akureyri, Mánar frá Selfossi, Logar frá Vestmannaeyjum, Facon frá Bíldudal, BG og Ingibjörg frá Ísafirði. Það var meira að segja tekið til þess að Roof Tops kæmu ekki bara frá Reykjavík, heldur úr Vesturbænum.

Og frá Siglufirði komu Gautar eins og Dr. Gunni rifjar upp. Á Siglufirði var mikið tónlistarlíf á þessum árum. Stærsti smellur Gauta var Kveiktu ljós sem sveitin lék með blönduðum kvartett og karlakórnum Vísi. Flutningur þessa lags í sjónvarpi á sínum tíma er alveg ógleymanlegur – vonandi hefur hann ekki glatast.

Síðar þegar ég fór í hljómsveit kallaðist hún Gaukarnir. Ég hygg að nafngiftin hafi verið undir áhrifum frá hljómsveit Ólafs Gauks og Gautum.

03-xx-0044-02 (2)Gautar í góðum fílíng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“