Andri Geir skrifar pistil um undir yfirskriftinni Er Verne Holding þvottastöð fyrir gamla Icesave peninga?
— — —
Það má aldrei gleymast að Björgólfur yngri var í þeirri stöðu sem líklega ber mesta ábyrgð á Icesave og þeim hörmungum sem það hefur og mun leiða fyrir þessa þjóð.
Það er því með ólíkindum að ráðherra í núverandi ríkisstjórn skuli vera að taka upp hanskann fyrir þessum manni og hans fjármagni. Getur sami ráðherra upplýst þjóðina og sannað að hér sé ekki verið að fjárfesta gamla Icesave peninga?
Á meðan rannsókn á hruninu stendur eiga gamlir útrásarvíkingar alls ekki að koma að endurreisnarstarfi hér. Svo einfalt er það.
Svo er auðvitað spurningin: hvers vegna notar Björgólfur ekki peninga sem hann virðist eiga afgangs til að borga upp skuldir sem hann og faðir hans hafa skilið eftir sig? Hvernig ætli standi á því að Björgólfur eldri er gjaldþrota en ekki sonur hans?