Gárungarnir á DV voru búnir að spá því að fyrst Mogginn ákvað að birta ekki viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Bjarna Benediktsson, þá liði ekki á löngu áður en Agnes Bragadóttir yrði send til að taka viðtal við formanninn.
Það gerðist fáum dögum síðar.
Þess má geta að Kolbrún og Agnes eru ekki vinkonur.
En Bjarni setur fram það sjónarmið í viðtalinu að það hafi verið valdþreyta sem hrjáði Sjálfstæðisflokkinn fyrir hrun.
Jú, mikil ósköp. En var það ekki eitthvað fleira?