fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Sveitarfélögin sjö

Egill Helgason
Föstudaginn 18. desember 2009 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar sveitarfélög um allt land eru á hvínandi kúpunni hljóta menn að reyna að leita nýrra leiða til að ráða málum á þessu stjórnsýslustigi.

Á höfuðbogarsvæðinu svokallaða búa um 180 þúsund manns. Þetta er þéttbýlasta svæði landsins. Samt er þetta enginn óskaplegur fjöldi.

En á þessu svæði eru sjö sveitarfélög. Ég endurtek: sjö.

Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Álftanes.

Sjö bæjarstjórar, sjö bæjarstjórnir, sjö bæjarkerfi.

Álftanes er komið í þrot, sum önnur sveitarfélögin eru verulega illa stödd.

Það er talað um að Álftanes muni vilja sameignast Reykjavík – ég þekki ekki pólitíkina þar nógu vel til að skilja hvers vegna ekki er vilji til að sameinast Garðabæ eða Hafnarfirði sem þó liggja við hliðina á Álftanesi.

Út úr þessum fjölda sveitarfélaga á þessum litla bletti hefur lítið komið annað en vont skipulag, fáránlega dreifð byggð, margfalt stjórnkerfi, fjáraustur og óhagkvæmni.

Í síðasta góðæri fríkuðu sum sveitarfélögin út. Kópavogur kláraði allt byggingaland sitt, í Hafnarfirði standa heilu hverfin auð. Í Reykjavík var hita- og rafmangnsveitan skuldsett til andskotans, á Álftanesi var byggð ein fínasta sundlaug landsins.

Það var látið eins og það væri sérlega mikilvægt að í öllum þessum sveitarfélögum væru bullandi framkvæmdir, að þau ættu að standa í harðri samkeppni um að fjölga íbúum.

Að lokum: Íbúar Álftaness verða sjálfsagt skelkaðir, en ég hef verið hallur undir hugmyndir um að byggja brú yfir Skerjafjörðinn þannig að hægt sé að komast á fimm mínútum þaðan inn í Reykjavík. Svo væri þjóðráð taka hið feikistóra Bessastaðanes og leggja flugvöll þar.

Þess má geta að Ómar Ragnarsson lagði eitt sinn fram tillögur um flugvöll á nesinu – sem væri þó ekki nær setri forseta Íslands en Hótel Saga er frá Reykjavíkurflugvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“