Hinu fræga skilti, við inngang dauðabúðanna í Auschwitz, var stolið í nótt.
Á skiltinu stendur Arbeit Macht Frei – Vinnan gerir yður frjálsa.
Það er þversögn. Í Auschwitz voru fangar drepnir umsvifalaust eða þrælkaðir til dauða – og, jú, sumir náðu að lifa fram að endalokum búðanna í janúar 1945.
Heimildum ber ekki saman um hvort þetta er ljótur hrekkur eða hvort þeir sem stálu skiltinu hafa einhvern pólitískan tilgang.