Iðnaðarráðherra finnst ógeðfellt að spurt sé um hlut fjárglæframannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar í gagnaveri á Suðurnesjum.
Í gær skrifaði aðstoðarmaður forsætisráðherra um sama mál að það væri sama hvaðan gott kæmi.
Sjálfsskoðun Sjálfstæðisflokksins var stöðvuð miðja vegu, þegar flokkurinn var kominn nokkuð áleiðis í henni.
En er Samfylkingin kannski flokkurinn sem sleppti því barasta alveg að skoða sjálfan sig eftir hrun íslenska hagkerfisins, skilur fátt og veit mest lítið?