fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Brasilískt draumalið, brútal markmaður og fleiri fótboltapunktar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. desember 2009 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjónvarpsstöðinni ESPN eru þeir að rifja upp heimsmeistarakeppnir í fótbolta. Maður fær að sjá gömul uppáhaldslið, sum sá maður reyndar eiginlega ekki. Ég fylgdist af ákafa með heimsmeistarakeppninni 1970, en ekki sá maður mikið af henni í sjónvarpi. (Brot úr HM 1966 voru sýnd í Nýja bíói, ég man eftir að hafa farið þangað sem smástrákur – og svo var þetta líka sýnt á tjaldi í KR-húsinu.)

Maður heyrði bara nöfn eins og Pelé, Jairzinho, Tostao, Rivelino, Gerson og Carlos Alberto – þóttist vera þeir uppi á Landakotstúni. Sumir segja að þetta brasilíska lið sé hið besta í sögunni.

Nú sér maður í sjónvarpi að þeir voru dásamlegir – en þeir nenntu ekki að verjast fyrir sitt litla líf. Framfarir í varnarleik hafa ekki endilega gert íþróttina skemmtilegri.

Brazil.1970

Áðan voru þeir svo að sýna frá keppninni 1982, þeirri fyrstu sem við fengum að fylgjast með í íslensku sjónvarpi. Eitt skemmtilegasta liðið í keppninni var hið franska með miðjumennina Platini, Tigana og Giresse í fararbroddi, stórkostlega leikna menn. Örlagaríkasti leikur þessa liðs var gegn Þýskalandi. Frakkarnir töpuðu í vítaspyrnukeppni eftir að hafa komist 3-1 yfir í framlengingu. Það voru mikil vonbrigði, Frakkarnir voru litlir og nettir, Þjóðverjarnir voru stórir og sterkir, höfðu leikmenn eins og Klaus Augenthaler, Horst Hrubesh og tugþrautarmanninn Hans Petter Briegel.

Frægt atvik í leiknum var þegar þýski markmaðurinn Harald Schumacher stökk af öllu afli á franska sóknarmanninn Patrick Battiston. Battiston var borinn af velli meðvitundarlaus, með brákaðan hryggjarlið og tveimur tönnum fátækari. Brotið var fullkomlega brútalt, líkamsárás – en Schumacher var ekki rekinn af velli.

En hann varð ekki vinsæll fyrir þetta. Í skoðanakönnun sem var gerð í Frakklandi eftir keppnina kom í ljós að aðeins einn Þjóðverji var óvinsælli en Schumacher – sjálfur Adolf Hitler. Hans er fyrst og fremst minnst fyrir þetta brot; kemst þannig í söguna sem einn af hötuðustu fótboltamönnum allra tíma.

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=tGq7VcaHoqo&feature=related]

Það er svo saga að segja frá því að árið eftir þetta gerðist náði ég að hitta Schumacher stuttlega. Þá fór ég í eina skiptið á ævinni á fótboltaleik í Þýskalandi, í Köln. Schumacher lék þá með liðinu. Eftir leikinn fórum ég og vinir mínir á krá félagsins, mig minnir að hún hafi heitað Zum Geisbock. Þar var Schumacher – ég náði að segja halló við hann. Það var svosem ekki meira.

Og það má svo alveg rifja það upp líka að þetta sumar, 1983, var umtalaðasti fótboltamaður í Þýskalandi Íslendingurinn Atli Eðvaldsson. Hann hafði þá unnið það afrek að skora fimm mörk í leik með liði sínu Fortuna Düsseldorf og þótti einstakt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“