fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Afgerandi andstaða við Icesave – hvað gerir forsetinn?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. desember 2009 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðarkosning Eyjunar bendir í sömu átt og skoðanakannanir – að um 70 prósent landsmanna séu mótfallnir Icesave- samningnum.

Þetta er slíkur afgerandi meirihluti þjóðarinnar að varla er hægt að horfa framhjá því.

Það er svosem ekki öruggt að málið fái endanlegt brautargengi á Alþingi, en ef svo verður – þá á forseti Íslands eftir að skrifa undir lögin.

Ólafur Ragnar hefur áður talað um gjá milli þings og þjóðar – og synjað lögum samþykkis.

Nú er gjáin síst minni. Ef hann vill vera samkvæmur sjálfum sér hlýtur hann að neita að skrifa undir lögin,  og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðis.

Síðast þegar slíkt gerðist kom ríkisstjórn Íslands sér reyndar undan því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, hún vildi ekki hætta á að vera niðurlægð. Beint lýðræði var eitur í beinum ráðamanna þess tíma.

Þannig er fordæmi fyrir því að ríkisstjórnin hætti einfaldlega við Icesave ábyrgðina ef forsetinn neitar að skrifa undir. Sitji áfram og reyni að koma málinu í höfn með öðrum hætti.

Eftir hinn langa aðdraganda málsins hlýtur það þó að teljast ólíklegt.

Tveir möguleikar eru líklegri: Annars vegar að atkvæðagreiðslan verði haldin, stjórnin falli eftir hana – og ný ríkisstjórn taki við – hins vegar að stjórnin einfaldlega segi af sér jafnóðum og forsetinn neitar að samþykkja lögin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina