fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Verne Holdings, Björgólfur og ívilnanir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. desember 2009 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þennan pistil setti ég á netið 23. október síðastliðinn, ég birti hann aftur að gefnu tilefni. Ummælin við greinina eru síðan þá.

— — —

Nú er um að gera að efla hér atvinnulíf. En það er að ýmsu að hyggja.

Félag sem nefnist Verne Holdings fær sérstaka ívilnun hjá ráðuneyti iðnaðarmála vegna uppbyggingar gagnavers á Reykjanesi.

Verne Holdings er, eða ég veit ekki betur, að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Björgólfur er einn aðalmaðurinn í einhverjum stærsta fjáhagsskaða sem íslensk þjóð hefur orðið fyrir, Icesave.

Hann fékk á sínum tíma að kaupa Landsbankann ásamt föður sínum, en hefur reynt að koma sér undan því að greiða lán sem þeir fengu vegna þess.

Því miður virðast lög ekki ná yfir þá sem bera ábyrgð á Icesave og því að íslensk þjóð þarf nú að borga reikninginn fyrir hroka þeirra og græðgi – það væri ekki óeðlilegt að leita leiða til að gera eigur þeirra upptækar.

Sé það ekki hægt er kannski í lagi, milli þess að menn fagna uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi, að velta aðeins fyrir sér siðferðinu á bak við þetta.

Eftirmáli:

Þessi mál hafa verið höndluð í ráðuneyti sem er undir stjórn Samfylkingarinnar. Samfylkingin er sannarlega einn af hrunflokkunum, þótt hún láti eins og svo sé ekki. Flokkurinn hefur komið sér upp því furðulega vinnulagi á þessu ári að láta lítið fyrir sér fara. Og er ekki dálítið merkilegt að sama fólk er í forystu flokksins og fyrir hrun, að enginn hefur látið sig hverfa úr pólitíkinni nema Ingibjörg Sólrún?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?