fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Þjóð í ójafnvægi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. ágúst 2009 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem þjóð geta Íslendingar komist í mikið tilfinningalegt uppnám. Þar eiga þeir litla samleið með hinum Norðurlandaþjóðunum.

Nú eru þeir í djúpu þunglyndi vegna efnahagshrunsins og margir halda því fram að hér verði geysileg fátækt ef Icesave samningurinn verður samþykktur.

Þegar Íslendingar kepptu í fótbolta við Dani í miðju góðærinu sungu landar á fótboltavellinum Parken í Kaupmannahöfn:

„Við ætlum að kaupa Parken!“

Þá höfðu Íslendingar keypt nokkur stórhýsi í Kaupmannahöfn, þar á meðal verslanirnar Magasin du Nord og Illums.

Nú er búið að taka þessi hús upp í skuldir.

Svo má líka rifja upp að þegar Íslensk erfðagreining fór í gang þóttist þjóðin viss um að við værum fremst í heimi í erfðarannsóknum.

Það var rætt um það af fullri alvöru að ekki væri langt í að Kári Stefánsson fengi Nóbelsverðlaunin.

Þessi viðhorf voru mjög algeng – áður en fyrirtækið tók til starfa.

Nú virðist rekstrarfé Decode vera á þrotum. Það er reyndar mjög leiðinlegt. Innan fyrirtækisins starfar margt gott fólk við merkilegar rannsóknir.

Það var bara upphaf fyrirtækisins sem var skelfing ólánlegt – dæmi um hvað íslenska þjóðin getur stundum verið í miklu ójafnvægi og hvað getur stundum verið auðvelt að leika á hana.

Einhver talaði um sambland af minnimáttarkennd og mikilmennskuhroka.

Það er ekki fjarri lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með