fbpx
Fimmtudagur 30.mars 2023
Eyjan

Ólafur Ólafsson, einkavæðing bankanna og pólitísk spilling

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. janúar 2009 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf að rifja upp hvernig Ólafur Ólafsson auðgaðist svona mikið.

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson gerðu með sér helmingaskipti sem fólu í sér að Björgólfsfeðgar – sem Davíð hafði skyndilega hrifist af (sagan segir reyndar að enn trúi hann engu illu upp á þá) – fengju Landsbankann. Þá var kastað fyrir róða fögrum fyrirheitum og margendurteknum um dreifða eignaraðild að einkavæddum ríkisbönkum.

Björgólfar áttu peninga. Þeir höfðu auðgast í Rússlandi á miklum róstutímum. Þeir fengu reyndar bankann á gjafverði, en áttu þó fyrir honum. Í fjölmiðlum utanlands heyrðust þó raddir um að þessir menn væru ekki hæfir til að eiga banka. Það hefur sannast rækilega. Hér voru þeir fljótir að ná sér í einhvers konar þjóðhetjustatus – í anda þess almenna undirlægjuháttar sem tíðkaðist gagnvart auðmönnum á árunum 2002 til 2007. Kjartani Gunnarssyni var haldið áfram í stjórn bankans til að ríkti beint símasamband við forystu Sjálfstæðisflokksins.

Það var ákveðið að útvaldir framsóknarmenn fengju Búnaðarbankann. Þar vönduðust málin aðeins því þeir áttu ekki fyrir bankanum. Í raun hefði það átt að útiloka þá frá kaupunum. En Halldór Ásgrímsson og félagar dóu ekki ráðalausir. Útvegað var lán í Landsbankanum til að S-hópurinn með Ólaf Ólafsson í fararbroddi gæti keypt Búnaðarbankann. Lánið var veitt rétt áður en Björgólfar tóku yfir Landsbankann. Kaupverðið var jafn fáránlega lágt og tilfelli Landsbankans.

Á sama tíma var sett upp leikrit sem fjallaði um þýskan banka, Hauck und Aufhäuser sem átti að vera stór aðili að kaupunum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að bankinn var ekki annað en skúffa úti í Evrópu Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði að þetta væri það sem gerði útslagið, að virtur erlendur banki væri með. Ekki verður séð að þýski bankinn hafi komið með krónu inn í íslenska lögsögu– og kemur hann ekki meira við sögu.

Það var þetta sem átti að vera frjálsræðisvæðing atvinnulífsins. En í rauninni var þetta afhending á miklum verðmætum í hendurnar á vildarvinum.

Fljótlega kom svo í ljós að þetta var angi af stærra plotti. Það var búið að ákveða að Búnaðarbankinn hyrfi inn í Kaupþing þar sem voru á fleti fyrir menn með góð tengsl við Framsóknarflokkinn. Fremstur í flokki var Sigurður Einarsson, sonur gamals ráðherra úr flokknum. Þegar Búnaðarbankanum var rennt inn í Kaupþing fóru upphæðirnar að hækka verulega. Gunnar Axel Axelsson skrifar á vef sínum að Egla, eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar, hafi hagnast um 16 milljarða króna á samrunanum.

Það er ansi góð þóknun fyrir að vera milliliður í því að færa banka úr ríkiseigu til einkaaðila.

Þessi fræga mynd birtist í Morgunblaðinu á sínum tíma. Hún sýnir Ólaf Ólafsson og Finn Ingólfsson eftir að gengið var frá Kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum. Þeir eru  laughing all the way to the bank.

c_documents_and_settings_tryggv_my_documents_my_pictures_djok_2008_lafur_lafs_og_finnur_ingolfs-1.gif

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt