fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Líf og dauði Sankti Kildu

Egill Helgason
Mánudaginn 12. febrúar 2007 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér fannst hún afar forvitnileg myndin sem Páll Steingrímsson gerði um ginklofann í Vestmannaeyjum og á Sankti Kildu sem sýnd var í sjónvarpinu nýskeð. Ég hef lengi haft dálítinn áhuga á þessu – allar götur síðan ég ungur maður las frábæra bók, The Life and Death of St. Kilda eftir Tom Steele.

Það er ekki ofsögum sagt hvað byggðin á Sankti Kildu var skrítin og afskekkt. Undirstaðan undir lífinu þarna voru sjófuglar sem eru í milljónatali í björgunum þarna. Afurðir sjófugla voru notaðar í hvert mál. Þeim var blandað í hafrana sem eyjaskeggjar borðuðu á morgnana. Að auki var þarna stunduð nokkur sauðfjárrækt -smávöxnu sauðakyni sem þykir merkilegt.

Ginklofinn – tetanus – var mikið böl á þessum stað. Á löngu tímabili dró hann flest börn sem fæddust á eyjunni til dauða. Hið sama var uppi á teningnum í Vestmannaeyjum. Ástæðan voru bakteríur sem komu úr sjófuglunum og tóku sér svo bólfestu í jarðveginum. Í raun var ekki svo erfitt að ráða bót á þessu – en hreinlætið skorti.

Það var fleira sem gerði lífsbaráttuna á Sankti Kildu næstum ómögulega. Íbúarnir virðast að upplagi hafa verið fremur glaðlyndir. Þeir voru gelískumælandi, höfðu unun af söng, dansi og kvæðum. Sagt er að fyrrum hefði trú þeirra verið blanda af pápísku og trú á stokka og steina. Þetta breyttist þegar hreintrúarstefnan skosku fríkirkjunnar náði til eyjarinnar á síðari hluta nítjándu aldar – í líki klerks sem hét John Mckay. Þessi karl bjó á eyjunni frá 1863 til 1889 og hafði mikil áhrif – yfirleitt til hins verra.

Eyjaskeggjum var hótað vítisvist ef þeir iðkuðu söng og dansa. Mikill tími fór í kirkjulegar athafnir – fólkinu var bannað að vinna á sunnudögum. Það var heldur óráðlegt, því lífsbaráttan var svo hörð að helst mátti ekki missa úr dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?