fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Stjörnurnar bæta á sig í Covid fárinu – Allt sóttkvínni að kenna

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 22:54

Chrissy Teigen: Segist vera að breytast í letidýr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur tekið á að vera í sóttkví eins og margir hafa komist að síðustu mánuði og ein af hliðarverkun þess að eyða löngum stundum innandyra getur ært upp sultinn í besta fólki.

Þegar Kourtney Kardashian var á dögunum spurð hvort hún væri ófrísk eftir að hún birti mynd af sér á bikiníi var hún snögg að svara: „Svona lít ég út þegar ég er með nokkur aukakíló og það vill svo til að ég elska það.“ Og hún hélt áfram: „Ég bætti á mig nokkrum kílóum í sóttkví og ég elska líkama minn og er stolt af honum. Ég held að ég líti alls ekki út fyrir að vera ófrísk,“ sagði Kourtney sem hefur algerlega rétt fyrir sér.

Kourtney Kardashian: Elskar líkama sinn.

Fyrrum ofurfyrirsætan Christie Brinkley hefur dvalist á heimili sínum í Hamptons í sóttkví og segist hafa bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segist þó á fullu kaupi að losa sig við þau með hlaupum á ströndinni. „Ég er staðráðin í því að komast aftur í toppform,“ segir Christie sem virðist einmitt vera í toppformi nú þegar söngfuglinn Justin Bieber gantaðist með meint aukakíló í nýlegri Instagram færslu með mynd af sér í víðum fötum undir yfirskriftinni; „Er að bæta á mig.“

Christie Brinkley: Sjúklega flott að vanda.
Justin Bieber: Gantast með holdafar sitt.

Raunveruleikastjarnan Madisson Hausburg segist hafa þyngst í sóttkví og að hún sé hæstánægð með brjóstin á sér í kjölfarið. „Þetta er sóttkví og ég hef fitnað smá og brjóstin á mér eru orðin rosalega stór og ég elska það,“ segir Madisson sem kveðst hafa bætt á sig sjö kílóum.

Madisson Hausberg: Gríðarlega ánægð með stærri brjóst.

Raunveruleikastjarnan Nene Leakes var efins að pósta þessari mynd sem tekin var í sóttkví í maí því henni þótti hún heldur bústin á henni. Hún birti myndina samt ásamt nokkrum vel völdum orðum. „Jæja, ég steig á vigtina í morgun … ég er formlega orðin bústin!“

Nene Leakes: Segist vera bústin en það má deila um það.

Það er alltaf létt í ofurfyrirsætunni Chrissy Teigen sem grínaðist með það á dögunum að tala punda sem hún hafi bætt á sig sé orðin tveggja stafa. „Mér er svo sem sama um þyngdina en er farið að líða svolítið eins og letidýri hvað orkuna varðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.