Leikkonan Naya Rivera, sem var þekkt fyrir leik sinn í söngvaþáttunum Glee, er látin. Áður hafði hennar verið saknað síðan í síðustu viku er fjögurra ára sonur hennar fannst yfirgefinn á litlum bát á stöðuvatni í Kaliforníu.
Drengurinn náði að greina yfirvöldum frá því að hann og móðir hans hefðu verið að synda saman á vatninu, en mamma hans hafði aldrei komið aftur um borð í bátinn.
Eftir það hófst umfangsmikil leit af Riveru, en fljótlega þótti yfirvöldum ljóst að leitað var af líkamsleifum Riveru og var hún talin af. Lík leikkonunnar fannst svo í gær.
Lögreglustjóri á svæðinu sagði á blaðamannafundi að Rivera hlyti að hafa nýtt alla sína krafta í að bjarga syninum og síðan ekki haft nægt þrek til að bjarga sjálfri sér. Hennar verður því minnst sem hetju sem fórnaði sjálfri sér svo að sonur hennar fengi lifað.