fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Bleikt

Áhrifavaldar vekja reiði fyrir að nota mótmælin til að afla sér vinsælda

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. júní 2020 08:34

Skjáskot/Instagram/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar hafa harðlega gagnrýnt áhrifavalda fyrir að nota Black Lives Matter-mótmælin til að auka vinsældir sínar á samfélagsmiðlum. Nokkur myndbönd af áhrifavöldum hafa farið í dreifingu um samfélagsmiðla og vakið  þar mikla reiði.

Í myndböndunum má sjá áhrifavalda stilla sér upp við verslanir sem hafa verið lagðar í rúst, brennandi bíla og fyrir framan mótmælagöngur, en ganga síðan í burtu og halda áfram með daginn og veginn.

Instagram og Twitter-síðan Influencers In the Wild deilir myndböndum af „áhrifavöldum á bak við tjöldin.“ Venjulega eru þetta fyndin og skemmtileg myndbönd sem kitla hláturstaugarnar. En nýjustu myndböndin hafa vakið mikla reiði og eru þessir áhrifavaldar sakaðir um að nýta sér mótmælin sér til að afla sér vinsælda.

Í einu myndbandinu má sjá konu stilla sér upp fyrir framan T-Mobile verslun í Los Angeles sem hafði verið lögð í rúst og karlmann taka mynd af henni, síðan gengur parið í burtu.

Í öðru myndbandi má sjá konu stilla sér upp fyrir framan mótmælagöngu, hún lagar hár sitt á meðan maður tekur mynd af henni. Þau ganga síðan í burtu og virðast ekki hafa nokurn áhuga á að taka þátt í friðsömum mótmælunum.

Ofangreind hegðun áhrifavaldanna hefur vakið mikla reiði á netinu. „Hættið að láta eins og mótmælin séu Coachella [tónlistarhátíðin],“ segir einn netverji.

Hér má sjá fleiri myndbönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Notaði óvart hárnæringu í stað matarolíu í eldamennskunni

Notaði óvart hárnæringu í stað matarolíu í eldamennskunni
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Stjörnurnar hvetja fólk til að nota grímu – Dr. McDreamy með mikilvæg skilaboð

Stjörnurnar hvetja fólk til að nota grímu – Dr. McDreamy með mikilvæg skilaboð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Fór úr því að þéna smápeninga í að fá milljónir á mánuði

Fór úr því að þéna smápeninga í að fá milljónir á mánuði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara
Bleikt
Fyrir 1 viku

71 árs og sýnir tónaðan líkamann í magabol

71 árs og sýnir tónaðan líkamann í magabol

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.