fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Bleikt

Rússneskur áhrifavaldur ólétt af barni stjúpsonar síns – Eiginmaðurinn heyrði í þeim stunda kynlíf

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 10. júní 2020 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marina Balmasheva er rússneskur bloggari og áhrifavaldur með yfir 420,000 Instagram fylgjendur. Upphaflega byrjaði hún á instagram til þess að leyfa fólki að fylgjast með sér létta sig. Eftir tíu ára hjónaband fór Marina frá eiginmanni sínum eftir að hafa fallið fyrir syni hans, þ.e. stjúpsyni sínum, Vladimir “Vova” Shavyrin.

Marina hafði alið stjúpsoninn upp frá því hann sjö ára, en nú, þrettán árum síðar hafa þau tekið höndum saman og eiga von á barni saman. Marina tilkynnti sambandið á Instagram fyrr á árinu. Háværar gagnrýnisraddir gera út á sambandið í ljósi þess að um er að ræða stjúpson Marinu sem er fimmtán árum yngri en hún.

Myndband sem Marina birti í gær á Instagramreikningi sínum, sýnir hana rétta Vova, fyrrverandi stjúpsyni sínum og núverandi elskhuga, óléttupróf. Hann lítur á stikuna og tekur Marinu í fang sér. Þá snýr hún myndavélinni að sér þar sem þau faðmast og hún fellir tár.

Við erum þreytt á því að vera í felum

Á annarri mynd situr parið fyrir á mynd, brosandi og haldandi á jákvæðu óléttuprófi. „Við erum orðin þreytt á því að vera í felum. Ég veit að fyrirvarinn er stuttur. Myndin úr ómskoðuninni, þessi með hjartanu, er næst á dagskrá,“ skrifar Marina undir tilkynninguna. „Ég vil bara að allir viti að það er allt mögulegt í þessum heimi. Við erum fjögurra vikna gömul og já, þetta er ástæða þess að við ætlum að ganga í hjónaband.“

 

Marina var einungis 22ja ára þegar hún gekk að eiga föður Vova, Alexey Shavyrin (nú 45 ára). Hjónabandið entist í tíu ár og á því tímabili ættleiddi hún börnin hans fimm og meðal annars Vova og gerði þau þannig að löglegum börnum sínum. Ætlunin er að halda áfram að ala upp börnin fimm en jafnframt giftast Vova og eiga með honum þeirra fyrsta barn.

Vissi ekki af framhjáhaldinu

Fyrrverandi eiginmaður Marinu, Alexey Shavyrin uppgötvaði framhjáhald Marinu í mars á þessu ári.

„Ég gat ekki sofið eina nóttina og heyrði í þeim stunda kynlíf,“ segir hann í viðtali við spjallþáttastjórnandann Pryamoy Efir. „Nokkrum mínútum síðar kom hún inn í herbergið til mín og lagðist við hlið mér.  Ég sagði ekki neitt þá nótt.“

Alexey vissi ekki hvernig hann átti að haga sér eftir að hafa uppgötvað framhjáhald konu sinnar og þagði um það í margar vikur áður en hann gekk á hana og krafði hana svara.

Marina var mjög gagnrýnd fyrir það þegar hún birti tvær myndir af sér og Vova, önnur tekin af þeim fyrir þrettán árum síðar þegar hún var 22ja ára og hann sjö ára. Hin myndin er svo tekin nú þrettán árum síðar, af þeim í innilegum faðmlögum og ástin blómstrar.

 

 

View this post on Instagram

 

Всем добрый вечер. Интересно: какой Паблик первым утащит это фото🤔 Познакомились мы с Вовой, когда ему было семь. Он всегда был улыбчивым и смешным. Общались недолго, мама с ними переехала на Урал. Но разок, в первом классе, мы сидели в огороде: я собирала смородину, а он читал Чебурашку вслух😅 Это было испытание для моей нервной системы. Потом ещё виделись раза три, до его 16летия. И потом он переехал на Кубань. Дальше есть две версии: моя и не моя. В какую именно верить – Личный выбор каждого. Моя версия: я ушла просто потому, что пора было уходить. Несколько лет было состояние «не в своей тарелке». Я поняла, что могу сама обеспечить семью, есть где жить и в 35 мне не хочется ставить на себе крест. Не моя версия: я ушла к Вове. Многие считают, что повлияла Пластика и блог, но все забывают, что время или сводит или разводит людей. В нашем случае-развело. Внешность. Мне далеко до идеалов. Прям как до Москвы в позе рака, но и переживать по этому поводу уже не интересно. Надолго это или нет: ни у кого нет гарантии. Никогда. Деньги. Много кто на это клонит. Скажу прямо: я трачу на детей сейчас больше, чем на Вову. Я не помню, когда что-то ему покупала. Машина? Она у меня появилась после начала отношений, да и за руль он не просился ни разу. «Ему с тобой удобнее». Ну, так и раньше он жил неплохо 🤷🏻‍♀️ Без меня. Значит , между нами всё же есть что-то искреннее. А как долго это продлится: никому неизвестно… В Сторис сейчас закину его тетрадку с первого класса 😅 очень смешно задачу решал. @vladimir_shavirin

A post shared by Марина Балмашева (@marina_balmasheva) on

„Maður veit aldrei hvernig lífið leikur mann og hvenær þú hittir þá sem fá þig til þess að brosa. Ég veit að sumir munu gagnrýna okkur, aðrir munu styðja okkur, en við erum hamingjusöm og óskum þess að þið öll séuð það líka,“ skrifar hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heitar með húðflúr á hálsinum

Heitar með húðflúr á hálsinum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.