fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025

Leikkona birtir umdeilda mynd af sér með andlitsgrímu

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 27. maí 2020 10:46

Alyssa Milano úr Charmed.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stutt síðan leikkonan Alyssa Milano varð fyrir miklu aðkasti á samfélagsmiðlum eftir að hafa birt mynd af sér og fjölskyldu sinni með andlitsgrímur. Milano er einna þekktust fyrir að leika eina nornasysturina í ástkæru sjónvarpsþáttunum Charmed sem sýndir voru á Skjá einum á sínum tíma.

Charmed Alyssa Milano
Húsið þar sem nornasysturnar úr Charmed bjuggu.

Á laugardag birti Milano mynd af sér með fjölskyldunni þar sem hún, maðurinn hennar Dave Bugliaro og börnin þeirra tvö eru öll með andlitsgrímur og sjálf er hún með beinhvíta heklaða grímu. Frá þessu greinir vefmiðillinn Yahoo. Myndinni fylgdu þessi skilaboð: „Grímurnar vernda heilsu okkar. Sýnið mér ykkar grímu!“

Leikkonan er með yfir þrjár milljónir fylgjendur svo myndin ferðaðist á milli internettrölla eins og veira í gegnum ættarmót.

 

Alyssa Milano hefur verið dugleg að breiða út boðskapinn um mikilvægi þess að nota andlitsgrímur til þess að lágmarka smit og notar meðal annars til þess kassamerkið #WearAMask.

https://www.instagram.com/p/B_L_aCUAZYt/?utm_source=ig_web_copy_link

Eins og gengur á internetinu í dag hrúguðust inn athugasemdir frá Twitter notendum um að andlitsgríman sem Milano væri með, væri nú ekki sérlega skilvirk í því að stöðva smit á Covid-19 veirunni vegna þess hve gróft heklaða efnið væri. Einn í athugasemdum segir: „Alyssa, þessi gríma er jafn hjálpleg og rimlahurð á kafbáti.“

Annar birtir mynd af grindverki og bendir á að heklaða gríman hennar Alyssu geri nákvæmlega jafn mikið og og grindverkið til þess að halda moskítóflugum frá.

 

Milano var snögg að svara gagnrýninni: „Gríman er með kolefnasíu innaná. Hún er vissulega hekluð en hún virkar jafnvel og aðrar grímur.“ Einnig birtir hún mynd af kolefnasíu sem hún keypti til þess að setja inn í grímuna. Einnig segir hún að mamma hennar hafi heklað grímuna.

Aðrir taka þá upp málstað Alyssu og benda á að svo lengi sem það er kolefnasía inni í grímunni, þá sé hún fyllilega nothæf og virk.

 

Þá endurtístir Milano skemmtilegu tísti annars samfélagsmiðilnotanda sem tekur upp hanskann fyrir hana. Þar segir: „Hvílík myndlíking fyrir lífið… Vanvitar sem dæma eitthvað á yfirborðinu án þess að vita hvað leynist í djúpinu… Standið ykkur betur fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Greindist loks með HIV eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks með HIV eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Birta dæmi um miklu hærra áfengisverð í fríhöfninni en í nágrannalöndum – Sjáðu muninn

Birta dæmi um miklu hærra áfengisverð í fríhöfninni en í nágrannalöndum – Sjáðu muninn
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Miðflokkurinn ekki fyrstur til að segja „Íslands fyrst“ – Var áður notað af flokk íslenskra öfgaþjóðernissinna

Miðflokkurinn ekki fyrstur til að segja „Íslands fyrst“ – Var áður notað af flokk íslenskra öfgaþjóðernissinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.