fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Rannsókn varpar ljósi á hvers vegna kennarar þurfa að hrósa meira

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. febrúar 2020 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því meira sem kennari hrósar barni, því auðveldara á barnið með að einbeita sér í skólastofunni og við lærdóm. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var birt á dögunum í tímaritinu Educational Psychology.

„Því meira sem grunnskólakennarar nota hrós fram yfir refsingu, verður hegðun nemenda betri,“ segir höfundurinn Paul Caldarella, prófessor við Brigham Young University.

Samkvæmt rannsókninni leiðir aukið hrós ekki einungis til betri hegðunar heldur betri námsárangurs og félagslegrar hæfni.

Það hefur neikvæð áhrif þegar kennarar ávíta eða áminna nemendur og getur það aukið slæma hegðun og óhlýðni.

Þrátt fyrir þessa sterku tengingu virðist hrós ekki vera notað í þeim mæli sem æskilegt væri, að sögn Paul. Því eldri sem nemendur verða, því minna hrósa kennarar þeim og því meira eykst notkun áminninga.

Að sjálfsögðu kemur það fyrir að kennarar þurfa að ávíta nemendur en samkvæmt rannsóknum er best að gera það í eins litlum mæli og mögulegt er.

Venjulega er mælt með að kennarar noti 3:1 eða 4:1 hlutföllin fyrir hrós og ávítun. Þannig fyrir hverja áminningu eiga kennarar að hrósa þrisvar eða fjórum sinnum. Hins vegar hafa ekki margar rannsóknir vera gerðar varðandi hvort þessi hlutföll virki.

Rannsóknin

Paul Caldarella og rannsakendur hans eyddu þremur árum að telja hrós og áminningar kennara í 151 skólastofum í 19 grunnskólum í ríkjunum Missouri, Tennessee og Utah í Bandaríkjunum.

Hópurinn skoðaði samskipti kennara við samtals 2.536 nemendur á aldrinum 5 til 12 ára.

Rannsakendur gáfu helming kennarana leiðbeiningar um hvað þeir áttu að gera, hinn helmingurinn átti að kenna eins og venjulega.

Þær leiðbeiningar sem kennararnir fengu var að fylgja prógramminu CW-FIT, sem stendur fyrir „Class-Wide Function-related Intervention Teams.“ Nemendunum er kennt ákveðin félagsleg hegðun og síðan er þeim hrósað þegar þeir fylgja henni.

Niðurstaðan

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er fylgnin á milli hróss og hegðunar línuleg. Því meira hrós því líklegri var nemandinn til samvinnu og sýndi verkefnum meiri athygli. Þeir kennarar sem notuðu hrós hvað mest sáu allt að 30 prósent jákvæðari hegðun frá nemendum sínum.

„Tiltekin hegðun sem er hrósað fyrir á það til að verða endurtekin,“ segir Paul. „Þannig ef kennarar hrósa nemendum fyrir góða hegðun – eins og að leita til kennarans, biðja um hjálp á viðeigandi hátt og svo framvegis – þá eykst sú hegðun og námsárangur með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni
433
Fyrir 15 klukkutímum

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.