fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

„Það má í raun líkja Fransisku og Gunnari við tunglið og sólina”

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 25. janúar 2020 16:30

Fransiska og Gunnar. Mynd: Skjáskot / Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Turtildúfurnar Fransiska Björk Hinriksdóttir og Gunnar Nelson eignuðust dóttur í lok október á síðasta ári, en sú stutta fékk nýlega nafnið Míra Björk. DV lék því forvitni á að vita hvernig nýbökuðu foreldrarnir ættu saman, ef einungis er litið til stjörnumerkja.

Fransiska og Gunnar fæddust bæði í júlí, hún er krabbi og hann ljón. Krabbinn og ljónið skilja hvernig á að uppfylla tilfinningalegar þarfir hvort annars. Krabbinn leitar að stöðugleika og andlegum samhljómi og ljónið þráir aðdáun og hrós. Bæði merki eru trygglynd og leggja sig fram við að ástarsambandið verði langlíft. Þrár merkjanna eru svipaðar og því geta þau fyllt upp í tómarúm í lífi hvort annars.

Ljónið lætur meira fyrir sér fara í þessu sambandi, en krabbinn leggur meira upp úr öryggi heima fyrir. Bæði merki eru með mikinn viljastyrk og sterkar skoðanir. Því þurfa þau alla tíð að leggja sig mikið fram við að skilja hvort annað, sem og taka hvort annað í sátt, með öllum kostum og göllum.

Það má í raun líkja Fransisku og Gunnari við tunglið og sólina. Sólin (Gunnar) skín skært og veitir orku. Tunglið (Fransiska) skapar djúp tilfinningatengsl og er umönnunaraðili í eðli sínu. Þessi blanda er ástæðan fyrir því að sólin og máninn styðja hvort annað út í það óendanlega.

Fransiska
Fædd: 4. júlí 1992
Krabbi
-þrjósk
-með frjótt ímyndunarafl
-full af samkennd
-trygg
-svartsýn
-óörugg

Gunnar
Fæddur: 28. júlí 1988
Ljón
-þrjóskur
-gjafmildur
-hjartahlýr
-húmoristi
-latur
-ósveigjanlegur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Heilsuvegferð söngkonunnar: Máltíðirnar þrjár sem hún borðar á hverjum degi

Heilsuvegferð söngkonunnar: Máltíðirnar þrjár sem hún borðar á hverjum degi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.