fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Bleikt

Amber Heard minnist móður sinnar: „Ég er með brostið hjarta“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 4. maí 2020 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Amber Heard tilkynnti á Instagram í gær að móðir hennar væri látin og deildi þar hjartnæmum minningarorðum um móður sína.

Ég er með brostið hjarta og meira miður mín en orð fá lýst vegna fráfalls móður minnar, Paige Heard. Hún yfirgaf okkur alltof snemma og skildi okkur eftir með minninguna um hennar fallegu og góðu sál. Hennar verður að eilífu saknað frá okkar dýpstu hjartarótum. Styrkur hennar og stóra hjartað hennar gerði hana að fallegustu konu sem ég hef þekkt. Það er erfitt að ímynda sér og jafnvel erfiðara að segja það að mér finnst ég lánsöm að hafa fengið að vera dóttir hennar og fá að baða mig í ljósi hennar í tæp 34 ár. 

Þetta er ótrúlega erfiður tími en minnir mig á að það er eitt sem lifir okkur öll og það er ástin. 

Gæskan, stuðningurinn og göfuglyndið sem ég og systir mín, Whit, höfum fengið frá vinum og vandamönnum hefur veitt okkur lífbjörg.“

View this post on Instagram

I am heartbroken and devastated beyond belief at the loss of my mom, Paige Heard. She left us too early, clasping onto the memory of her beautiful, gentle soul. She will be missed from the very depths of our hearts forever. Her unflinching, open heart made her the most beautiful woman I had ever known. It’s hard to imagine and even more difficult to say but I feel truly lucky to have been her daughter and been given the gift of having the light she shone on everyone, fall on me for nearly 34 years. This has been an unbelievably painful time but in that, I am reminded of what survives us all, love. The kindness, support and generosity my sister Whit and I have received from friends and family has been utterly soul-saving.

A post shared by Amber Heard (@amberheard) on

Systir hennar, Whitney Heard, greindi sömuleiðis frá andlátinu á Instagram.

„Það er ekki mikið verra í heiminum en að missa mömmu sína og ég eyðilögð að hafa misst mína. Orð fá ekki lýst því þakklæti sem ég finn fyrir, að hafa fengið að hafa hana í lífi mínu og sem fyrirmynd í gæsku og ást. Það hafa margir í lífi okkar Amber sem hafa lagt mikið á sig til að vera til staðar fyrir okkur og ég mun eyða lífinu í að reyna að borga þeim það til baka, en ég læt það duga núna að segja þeim hversu þakklát ég er. Fyrir ykkur sem getið, hringið í mömmu ykkar. Segið henni að þið elskið hana og þakkið henni fyrir allt. Og biðjist afsökunar á öllu bullinu sem þið létuð hana ganga í gegnum. En fyrst og fremst, segið henni að þið elskið hana.“

 

Amber Heard er þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Hidden Palms og kvikyndunum Pinapple Express og Aquaman, svo dæmi séu tekin. Skilnaður hennar við leikarann Johnny Depp hefur einnig verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár en Amber hefur sakað Depp um að hafa beitt hana heimilisofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.