fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Bleikt

Örlög heimsþekktra klámstjarna – Fangelsi, sjálfsvíg og morðhótanir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti heimsathygli þegar Jenni Lee, sem var ein skærasta stjarnan í klámiðnaðinum, fannst í holræsum Las Vegas.

Kvikmyndatökumenn sem unnu að gerð heimildarmyndar um þann fjölda fólks sem býr í holræsum borgarinnar komu auga á Jenni í ágúst á þessu ári.

Jenni Lee heitir réttu nafni Stephanie Saddorra og er 39 ára gömul í dag. Fyrir rúmlega áratug kom hún fram í klámmyndum og birtist í hinum ýmsu tímaritum á borð við Hustler og Penthouse. Hún sagði skilið við klámmyndaferillinn árið 2009 til að einblína á hefðbundnari fyrirsætustörf. Í dag býr hún í holræsum Las Vegas.

Á myndinni til hægri má sjá Jenni þegar hún starfaði sem klámleikkona.
Á myndinni til hægri er hún í dag, þegar kvikmyndatökumenn fundu hana í holræsum Las Vegas.

Stephanie er skelfilegt, en því miður algengt dæmi, um hvernig klámiðnaðurinn getur farið með konur og hvaða áhrif það hefur á líf þeirra. Svipaða og sorglega sögu má segja af öðrum fyrrverandi klámstjörnum. August Ames framdi sjáflsvíg aðeins 23 ára, Mia Khalifa fékk morðhótanir frá ISIS og Janine Lindemulder var á bak við lás og slá.

„Stundum er stigmað, sem kemur með klámi, svo mikið að það er of erfitt fyrir sumar stelpur að höndla,“ sagði klámstjarnan Raylin Joy við Fabulous Digital og bætti við að það getur verið erfitt að færa sig frá klámi.

„Því það er ekki einu sinni klámið sem nær til þeirra. Það er kjaftæðið sem þær upplifa frá heiminum vegna þess að þær voru í klámi. Fólk hefur þessa hugmynd um klám að ef þú ert kona í klámi þá hlýtur þú að vera smá skrýtin eða eitthvað.“

Fabulous Digital skoðaði örlög nokkra fyrrverandi klámstjarna.

Mia Khalifa.

Morðhótanir

Mia Khalifa opnaði sig nýverið um sinn tíma í klámiðnaðinum. Hún komst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar hún fékk morðhótanir frá ISIS eftir að hafa verið með slæðu (e. hijab) í klámmynd. Hún hætti í klámi árið 2015.

Mia sagði að klámiðnaðurinn sé ekki eins arðbær og margir halda.

„Að finna venjulegt starf eftir að hafa hætt í klámi var erfitt og ógnvekjandi,“ sagði hún á Twitter.

Hún segir klámiðnaðinn vera sérstaklega hættulegan fyrir ungar konur og að þær séu „festar í lögbundnum samningum þegar þær eru varnarlausar.“

August Ames.

Sjálfsvíg

August Ames framdi sjálfsvíg þegar hún var 23 ára, þann 5. desember 2017.

Hún lék í sinni fyrstu klámmynd árið 2013, þá var hún nítján ára. Fljótlega varð hún ein vinsælasta klámstjarnan á internetinu. Myndbönd hennar á Pornhub fengu meira en samtals 425 milljón áhorf.

Hún giftist klámleikstjóranum Kevin Moore, 43 ára.

August Ames var ein af fimm kvenkyns klámstjörnum sem dó eftir að hafa tekið inn of stóran skammt eða eigið líf yfir þriggja mánaða tímabil, frá nóvember 2017 til janúar 2018.

Hlaðvarpsþáttur var gerður um síðustu mánuðina í lífi hennar, The Last Days of August. Þar fer þáttastjórnandinn Jon Ronson yfir nokkrar mögulegar ástæður þess að hún hafi ákveðið að taka eigið líf.

Sumir segja að neteinelti sé ástæðan fyrir því að hún hafi ákveðið að hengja sig sjálfa í almenningsgarði í Los Angeles. En samkvæmt Jon var það mjög ógeðfellt og ofbeldisfullt atriði í klámmynd sem hún hafði leikið í sex vikum fyrir dauða sinn. Myndbandið var aldrei gefið út.

Margir þekkja Janine frá plötuumslagi Blink-182. Myndin til hægri er fangamynd hennar.

Fangelsi

Janine Lindemulder var ein skærasta stjarnan í klámiðnaðinum á tíunda áratugnum. Margir kannast við hana af plötuumslagi Blink-182 frá 1999.

Hún kom fram einnig í nokkrum tónlistarmyndböndum og var gift Jesse James, sem giftist seinna Söndru Bullock.

Janine sagði skilið við klám árið 1999 og reyndi að verða leikskólakennari. Hún sneri aftur í klámiðnaðinn árið 2004.

Fjórum árum seinna fór hún í fangelsi fyrir skattsvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Britney Spears í bikiníi með hennahúðflúr – heimtar athygli!

Britney Spears í bikiníi með hennahúðflúr – heimtar athygli!
Bleikt
Fyrir 1 viku

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.