fbpx
Sunnudagur 13.október 2019  |
Bleikt

Þetta eru algengustu kynlífsmeiðslin

Ragnheiður Eiríksdóttir
Miðvikudaginn 1. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlíf er íþrótt… segja sumir! Það er í það minnsta ljóst að telja má það til líkamlegrar áreynslu – svo fer það eftir losta og líkamlegu formi hversu mikill hamagangurinn verður.
Eins og á við um aðra líkamlega áreynslu verða meiðsli fórnarkostnaður fyrir suma. Hér eru þau algengustu:

1. Álag á vöðva. Krampar í vöðvum eru algengir í kynlífi. Ef þú ert lengi í undarlegri stellingu, eða í það minnsta stellingu sem er óvenjuleg fyrir þig, er eðlilegt að þú fáir sinadrátt. Í kynlífi notar þú 200 hitaeiningar á klukkustund, svo álagið á líkamann er talsvert. Kynlífi fylgir líka framleiðsla sæluhormóna sem gera það að verkum að þú áttar þig kannski ekki á álaginu fyrr en það er um seinan. Veldu stellingar sem eru þægilegar fyrir þig og vertu meðvituð/meðvitaður um álagið sem þú leggur á vöðvana.

2. Kúlur og marblettir. Höfuðið rekst í höfðagaflinn, þú dettur út úr rúminu eða skallar hornið á náttborðinu – hver hefur ekki lent í því?! Sem betur fer eru þessi meðsl ekki alvarleg og fyrir suma skemmtilegur hluti af leiknum!

3. Sleipa sturtan. Kynlíf í sturtunni er kannski heillandi, enda dásamlegt að láta blauta og æsta líkama fléttast saman. En flestir sturtubotnar eru ógeðslega sleipir! Hættan er meiri eftir því sem sturtuklefinn er minni. Ef þú getur ekki verið án sturtukynlífs má mæla með kaupum á baðmottu.

4. Brotið tippi. Þetta er líklega algengara en þú hélst! Hér skal tekið fram að það er ekki bein í tippinu, svo ekki er um venjulegt beinbrot að ræða, heldur er það bandvefsslíður, tunica albuginea, sem getur rifnað ef tippið lendir í miklu álagi. Ef þetta gerist, skaltu fyrir alla muni drífa þig á heilsugæslustöð eða slysó. Þú þarft ekki að skammast sín – heilbrigðisstarfsfólk hefur örugglega séð það verra! Á leiðinni er best að þú kælir tippið til að minnka innri blæðingu. Ekki stinga því beint ofan í glas sem er fullt af ís, vefðu um það þvottapoka og leggðu eitthvað frosið ofan á. Ómeðhöndlað „brot“ getur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þvagrásin getur orðið fyrir skaða, tippið getur skekkst til frambúðar, og stinningarvandamál geta gert vart við sig.

5. Röng notkun kynlífsleikfanga. Kynlífsleikföng eru frábær til að krydda tilveruna, en það þarf að nota þau rétt. Kynntu þér leiðbeiningarnar, notaðu sleipiefni og stingdu þeim í rétt göt (ef þau eru til þess að stinga í göt).

6. Tognun. Öflug fullnæging getur orðið til þess að vöðvar togna (til dæmis í hálsi). Þú gætir þurft að ganga með kraga í einhverjar vikur!

7. Árásir gæludýra. Hundar eru eigendum sínum oft ansi tryggir og geta gengið langt til að verja húsbónda sinn. Óhljóð og átök geta auðveldlega litið út eins og árás í augum hunds. Kettir eru líka hrifnir af öllu diglumdangli – karlmenn ættu að hafa það í huga.

Sjá meira á raggaeiriks.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hanna berst við krabbamein og vill að líknardauði verði leyfður – „Ég á að geta ákveðið hvenær ég vil deyja“

Hanna berst við krabbamein og vill að líknardauði verði leyfður – „Ég á að geta ákveðið hvenær ég vil deyja“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Erna stofnaði alþjóðlega síðu fyrir jákvæða líkamsímynd – Fær fjölbreytta viðmælendur: „Að alast upp með dvergvöxt var mjög erfitt“

Erna stofnaði alþjóðlega síðu fyrir jákvæða líkamsímynd – Fær fjölbreytta viðmælendur: „Að alast upp með dvergvöxt var mjög erfitt“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þórdís Elva segir íslensk lög hvetja ofbeldismenn til að níðast á eigin börnum frekar en fullorðnum

Þórdís Elva segir íslensk lög hvetja ofbeldismenn til að níðast á eigin börnum frekar en fullorðnum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Elva Dögg var alltaf glöð sem barn: „Síðan gerðist eitthvað sem ég gat ekki útskýrt“

Elva Dögg var alltaf glöð sem barn: „Síðan gerðist eitthvað sem ég gat ekki útskýrt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Níu merki þess að barnið þitt hafi lifað áður

Níu merki þess að barnið þitt hafi lifað áður

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.