Fimmtudagur 23.janúar 2020
Bleikt

Átta hlutir sem þú skalt losa þig við í ár

Vynir.is
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er fyrsti mánuður ársins 2019 búinn og margir sem að settu sér einhverskonar markmið fyrir nýja árið eða áramótaheiti”. Hjá mörgum er það að taka til hjá sjálfum sér hvort sem það er í mataræðinu, byrja að stunda líkamsrækt eða rækta sjálfan sig andlega. Hver sem markmiðin eru þá líta flestir á nýtt ár sem svonamini” nýja byrjun og þess vegna oft gott að fara í gegnum ákveðna hluti, ekki bara í þér sjálfri/sjálfum. Mér finnst rosalega gott að fara í gegnum hlutina í kringum mig, inn á heimilinu ofl. Ég hef lengi heillast af minimalískum lífsstíl þó svo að ég gæti aldrei tileinkað mér hann að fullu, bara alls ekki, þá finnst mér conceptið mjög áhugavert. Og ég er greinilega ekki ein um þetta miðað við hvað þættirnir hennar Marie Kondo, Tidyingn Up af Netflix eru að slá í gegn (ef þú hefur ekki séð þá og ert skipulagsperri eins og ég þá mæli ég sko með). Í tilefni af nýju ári ætla ég að setja lista hérna yfir hluti sem að ég ætla mér að fara í gengnum og henta eða gefa.

Baðvörur

Ég er algjörlega sek um það að safna að mér allt, allt of mikið af kremum, snyrtivörum og ilmvötnum. Þar sem snyrtivörur renna allar út þá þarf hvort sem er að fara reglulega í gegnum þær. Ég á líka alls konar krem sem ég hef annað hvort keypt mér eða fengið gefins og ef baðskápurinn þinn er eins þá mæli ég með að fara í gegnum þau, halda kremunum sem að þér finnst góð, gefa þau sem að þér kannski finnst ekki vera með þinni lykt og henda þessum hálftómu eða gera það sem lítið markmið að klára þau áður en þú kaupir meira. Sama á við um ilmvötn. Ef að þú átt ilmvatn sem að hefur setið inn á baðherbergi í eitt ár eða meira þá eru ekki miklar líkur á því að þú sért að fara að klára það.

Stór eldhústæki

Átt djúsvél inn í eldhússkáp? Notarðu hana kannski einu sinni á ári? Eða lítinn djúpsteikingarpott? Þá er ég á sama stað. Það er engin ástæða til þess að geyma risastóra eldhúsgræju sem að þú tekur fram einu sinni á ári en safnar ryki restina af árinu. Ef þig bráðvantar djúsara einu sinni á ári þá er örugglega einhver sem getur lánað þér og þar er hægt að djúpsteikja í venjulegum potti.

Auka snúrur

Eiga ekki allir þetta box með öllum auka snúrunum sem þeir hafa safnað að sér í gegnum árin? Ekki? Ég á allavega svoleiðis og ég er búin að fatta að ég þarf ekki að eiga 13 auka hleðslusnúrur,6 auka HDMI tengi og hvað þá 3 auka skarttengi. Út með þetta allt!

Flíkin sem að þú ætlar alltaf að gera við

Þessi eina flík sem að kom smá saumspretta á og þú sagðir sjálfri þér að þú myndir gera við nema núna er þessi flík búin að sitja aftast í skápnum þínum í margar vikur. Settur þér markmið að gera við hana í þessari viku, ef ekki losaðu þig við hana.

Stafrænt rusl

Ef þú ert manneskjan sem að flokkar tölvupóstinn þinn um leið og hann kemur í inboxið þitt þá hats of too you! En ég veit fyrir víst að það eru allt of margir sem að trassa það svo lengi að það verður það mikið að verkefnið virðist yfirstígandi, en núna er tíminn til þess að fara yfir þetta! Annað stafrænt rusl eru myndir. Þá er ég að tala um þessar 873 myndir sem að þú tókst til að ná EINNI góðri selfie (kannastu við þetta?) eða 1495 myndirnar sem að þú tókst af barninu þínu þegar það bara gat EKKI verið kyrrt í 3 sekúndur. Farðu í gegnum þær og eyddu þeim sem eru hreyfðar, óskírar eða þessar sem eru alveg eins.

Auka rúmföt

Ég er ekki að segja að þú megir ekki eiga auka sængurver, en þarftu í alvörunni 11 sænguverasett og 5 lök? Flestir ná nú að þrífa rúmfötin áður en þeir skipta aftur um á rúminu svo maður þarf í rauninni bara að eiga 2 lök og 2 umganga af sængurverasettum (ekki að segja að það megi ekki eiga fleiri en það þarf ekki). Þú átt líklegast uppáhalds rúmföt, haltu þessum þremur til fjórum uppáhalds og hentu/endurnýttu/gefðu hin, þau taka svo mikið auka pláss.

VHS/DVD/CD

Ótrúlegt en satt þá er ennþá fólk þarna úti sem að heldur upp á VHS spólur DVD- og geisladiska og er búið að telja sér trú um það að það muni sko horfa/hlusta á þetta. Flestir (alls ekki allir) sem segja það eru að ljúga að sjálfum sér! Ég var alveg á þessum stað fyrir stuttu en þá var ég sannfærð um að ég myndi einhvern tíma horfa á ALLAR gömlu vídeó spólurnar mínar. Ég gerði það ekki. Þær enduðu í kassa og inn í bílskúr, í mikið lengri tíma en ég vil viðurkenna. En fyrir stuttu hætti ég að plata sjálfa mig og henti þeim öllum ásamt VHS tækjunum mínu (já ég átti 2). Ef þetta er bara að safna ryki hjá þér og þú hefur ekki notað þetta í marga mánuði, losaðu þig þá við þetta, það er hægt að finna allt á stafrænu formi í dag.

Útrunnin vítamín og lyf

Margir eru með ákveðið box/skáp/skúffu undir lyf og bætiefni og oft safnast þetta allt þarna saman og það sem þú ert hætt/ur að taka/nota gleymist þar. Vítamín og lyf renna út og missa mikið af virkni sinni eftir það (og örugglega óholt að taka einhver lyf og vítamín eftir að þau renna út) svo ég mæli með að fara í gegnum heimilis apótekið”.

Gangi ykkur vel !

Færslan er skrifuð af Laufeyju Ingu og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Móðir upplifði martröð: Bleyjurnar sem hún keypti á Amazon voru notaðar

Móðir upplifði martröð: Bleyjurnar sem hún keypti á Amazon voru notaðar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Það eru veigamiklar breytingar framundan í þínu lífi og þú kvíðir fyrir þeim

Stjörnuspá vikunnar: Það eru veigamiklar breytingar framundan í þínu lífi og þú kvíðir fyrir þeim
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skelfileg fyrsta kynlífsreynsla – Óttast að það gerist aftur: „Hún hló og sagði ég gæti engan veginn fullnægt henni“

Skelfileg fyrsta kynlífsreynsla – Óttast að það gerist aftur: „Hún hló og sagði ég gæti engan veginn fullnægt henni“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldur deilir sorglegum sannleika á bakvið gamla mynd

Áhrifavaldur deilir sorglegum sannleika á bakvið gamla mynd

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.