fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Bleikt

„Kærasti minn læsir mig inni og fer á barinn í hvert skipti sem við rífumst“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar við rífumst þá er kærasti minn byrjaður á því að læsa mig inni á heimilinu og fara síðan á barinn,“ segir kona í bréfi til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

Konan, sem kemur fram nafnlaus, segir að hún og kærasti hennar séu bæði 25 ára og hafa verið saman í þrjú ár. Þau eiga saman einn son.

„Við höfum bara búið saman í fjóra mánuði, síðan sonur okkar fæddist,“ segir konan.

„Hann er farinn að vera stjórnsamur og árásargjarn. Ég hef margsinnis reynt að hætta með honum en hann leyfir mér ekki að fara. Ef hann vissi að ég ætlaði að fara þá myndi hann aldrei leyfa mér að fara með son okkar.“

Deidre hvetur konuna til að leita sér hjálpar og það strax. „Hegðun hans er ofbeldisfull og ólögleg. Það getur verið hættulegt fyrir þig og barnið að vera læst inni á heimili ykkar, hvað ef það er eldur? Að ala upp barn á ofbeldisfullu heimili getur líka verið svo tilfinningalega skaðlegt,“ segir hún og bendir konunni á símanúmer og vefsíðu þar sem hún getur leitað sér hjálpar.

Þolendur heimilisofbeldis á Íslandi geta leitað sér aðstoðar hjá eftirtöldum aðilum:

Á höfuðborgarsvæðinu:

Kvennaathvarfið – sími: 561-3720 Neyðarnúmer allan sólarhringinn: 561-1205 Netfang: Kvennaathvarf@kvennaathvarf.is Stígamót – sími: 562-6868 / 800-6868 Netfang: stigamot@stigamot.is

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis Landspítalanum 543 1000 – Aðalskiptiborð LSH 543 2000 – Afgreiðsla bráðamóttöku LSH 543 2094 – Neyðarmóttaka á dagvinnutíma 543 2085 – Áfallamiðstöð LSH Kristínarhús – Sími: 546 3000 Netfang: steinunn@stigamot.is Kvennaráðgjöfin – Sími: 552-1500 Karlar til ábyrgðar – Sími : 555-3020 Drekaslóð – Símanúmer: 551 – 5511 / 860-3358

Bjarkarhlíð – Þolendamiðstöð. Sími: 553-3000

Landsbyggðin:

Aflið, systursamtök Stígamóta á Akureyri – Símanúmer: 461 5959 / 857 5959 Sólstafir, systursamtök Stígamóta á Ísafirði – Sími: 846-7484

Bjarmahlíð – Þolendamiðstöð. Sími: 551-2520

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Scott Disick og Sofia Richie hætt saman

Scott Disick og Sofia Richie hætt saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Raunveruleikastjarna svarar fyrir „stranga megrun“ sonar síns

Raunveruleikastjarna svarar fyrir „stranga megrun“ sonar síns
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heimilisstörfin sem brenna flestum kaloríum

Heimilisstörfin sem brenna flestum kaloríum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fólk í áfalli vegna nýrra raunveruleikaþátta þar sem menn keppast um að barna konu

Fólk í áfalli vegna nýrra raunveruleikaþátta þar sem menn keppast um að barna konu
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Jason Derulo borðaði maísstöngul og gerði allt vitlaust

Jason Derulo borðaði maísstöngul og gerði allt vitlaust

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.