fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Stjörnuspá vikunnar: Ekki láta fagran róm og yfirbragð toga þig í burtu frá þínum lífsgildum

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 6. október 2019 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 6. – 12. október

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú þarft að taka á honum stóra þínum í vinnunni í þessari viku. Það er valdabarátta í uppsiglingu og þú átt mjög erfitt með að gefa eftir. Þér er hins vegar ráðlagt að gera það úr ýmsum áttum og þú skalt hlusta á þessar ráðleggingar. Stundum þarf maður að brjóta odd af oflæti sínu til að komast áfram og ná lengra.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þú ert áhættusækin/n um þessar mundir og langar til að komast út úr hversdeginum og í eitthvað nýtt. Þetta er góðs viti, því þú ert oft aðeins of heimakær. Þú skráir þig á kvöldnámskeið sem á eftir að opna fyrir þér nýja vídd. Þú býrð yfir miklum sjarma og krafti en þú þarft að nota hann rétt og á rétta fólkið til að ná þínu fram.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Þeir tvíburar sem eru nýlega einhleypir og á höttunum eftir nýjum maka verða að varast að halda öllu fyrir sig. Þú mátt hleypa fólki inn í líf þitt á þínum forsendum en ef þú gefur ekkert af þér er þetta fólk fljótt að hlaupa í burtu. Fyrst og fremst þarftu að elska þig sjálfa/n áður en þú getur elskað annan á ný.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú býrð yfir miklu og sterku innsæi sem kemur þér oftast vel. Nú, hins vegar, er manneskja í þínum innsta hring sem þú nærð alls ekki að lesa og það angrar þig. Þú ferð að efast um fyrirætlanir þessarar manneskju og það kemur þér úr jafnvægi. Þá er gott að fá smá fjarlægð frá þessari manneskju og einbeita sér að hinum sem þú lest eins og opna bók.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú þarft að passa þig á að vera ekki of fljótfær, hvort sem það er að skrifa stöðuuppfærslu í óðagoti á samfélagsmiðlum eða taka mikilvægar ákvarðanir í vinnunni. Þú þarft einnig að passa heilsuna núna. Þú þarft að komast meira út í ferskt loft og borða mat sem líkaminn elskar. Þá líður þér betur og öllum í kringum þig.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Þú hefur komist að því oft í gegnum tíðina að þú getur meira en þú heldur. Nú er enn og aftur kominn tími á að þú kannir takmörk þín og ýtir þér og þínum hæfileikum lengra. Þér finnst þú vera föst/fastur á stað sem þú vilt ekki vera á en skynsemin heldur þér þar. Er það virkilega þess virði að hlusta á skynsemina þegar hún lætur þér líða illa?

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú ert rosalega góð/ur í að vera málamiðlari en þú verður að segja hug þinn ef þér finnst troðið á tám þínum. Þú þarft að opna þig meira, bæði í vinnu og einkalífi, og miðla því sem þú vilt í alvörunni. Ekki reyna alltaf að geðjast fólkinu í kringum þig og verða svo fyrir vonbrigðum þegar það skilur ekki hvað þú vilt.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þú skalt vara þig á að dæma fólk of fljótt. Að sama skapi skaltu ekki láta ginnast af gylliboðum. Ekki taka neinar stórar ákvarðanir sem varða fjárhaginn á næstunni. Ef eitthvert tilboð virðist vera of gott til að vera satt þá er það líklegast nákvæmlega það. Stóra tækifærið þitt kemur – sérstaklega ef þú velur það vel.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Þú ert sérstaklega móttækileg/ur fyrir hópþrýstingi um þessar mundir en þú þarft að passa upp á sjálfstæði þitt. Ekki láta fagran róm og yfirbragð toga þig í burtu frá þínum lífsgildum. Stattu fast á þínu og ekki eltast við allt það nýjasta og besta. Það gæti komið þér í mikið klandur, sérstaklega ef einhver er að reyna að fá þig með í viðskiptatækifæri.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Þú ert ekki þekkt/ur fyrir mikið keppnisskap. Jú, þér finnst gaman að vinna en þú verður ekki sár þótt þú tapir. Á næstunni tekur þú hins vegar þátt í keppni sem þú þráir að vinna og þú þekkir ekki það keppnisskap sem umlykur þig. Mundu þá hið fornkveðna – ekki láta keppnisskapið hlaupa með þig í gönur.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Nú þarftu aðeins að ýta á bremsuna og leyfa þér að vera til og slaka á. Þú ert búin/n að vera á fullu upp á síðkastið og nú er komið að skuldadögum. Þú þarft að horfa inn á við og spyrja þig hvað þú virkilega vilt úr þessu lífi. Viltu halda áfram eins og hamstur í hjóli eða viltu finna þinn stað þar sem ró og næði er partur af prógramminu?

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Einhleypir fiskar eiga spennandi tíma í vændum. Manneskja sem þú hélst að væri bara á höttunum eftir vinasambandi miðlar því að hún vilji meira – smá rómantík og kertaljós ásamt tilheyrandi stuði í svefnherberginu. Í fyrstu ertu ekki viss en því meira sem þú sérð þessa manneskju í rósrauðum ljóma, því meira sannfærist þú um að þetta sé rétt.

Afmælisbörn vikunnar

6. október – Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður, 39 ára
7. október – Erla Gunnarsdóttir bóndi, 43 ára
8. október – Tómas Þór Þórðarson sjónvarpsstjarna, 35 ára
9. október – GRE stjörnuvefari 44 ára
10. október – Logi Geirsson handknattleikskappi, 37 ára
11. október – Halla Tómasdóttir hagfræðingur, 51 árs
12. október – Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women, 53 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.