fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Bleikt

Bryndís Líf opnar sig um gagnrýnina: „Lítið í eigin barm áður en þið lítið í annarra“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 12. október 2019 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni skrifaði Anna Claessen, framkvæmdastjóri Dans og Kúltúr, pistil þar sem hún gagnrýndi áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Tók hún þar fyrirsætuna Bryndísi Líf sérstaklega fyrir og líkti henni við klámstjörnu.

Sjá nánar: Anna hjólar í Bryndísi Líf og líkir henni við klámstjörnu

Bryndís Líf nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum Instagram og birtir stundum djarfar myndir af sjálfri sér.

Anna hefur síðan þá beðist afsökunar á pistlinum, en Bryndís hefur ekki tjáð sig um málið umfram það að deila mynd af sér með textanum „Ekki hafa áhyggjur af því sem ég er að gera. Hafðu áhyggjur af hverju þú hefur áhyggjur af því sem ég er að gera.“

Sjá nánar

Bryndís Líf svarar fyrir sig – Líkt við klámstjörnu:

Anna miður sín og biður Bryndísi afsökunar

Í dag hins vegar birti hún mynd þar sem hún greindi frá því að umfjöllunin hafi vakið með henni kvíða og hafi hún verið hikandi undanfarna daga að deila nýju efni á síðu sinni.

„Ég hef alltaf sagt sjálfri mér að það skipti ekki máli hvað öðrum finnist um mig og að orð geti ekki sært mig, en innst inni er það ekki svo. Ég er með tilfinningar og mér finnst það ekki sanngjarnt að fólk dæmi og tali illa fólk sem það þekkir ekki. Ég veit að Instagram-síða mín er ekki allra, sumir segja að ég sé sjálfselsk og athyglissjúk hóra sem er bara að þessu fyrir lækin.“

Bryndís segir að hún hafi alltaf minnt sjálfa sig á að fólk er ólíkt með ólíkar skoðanir sem það hafi fullan rétt á að deila. „En þetta er þó samt særandi“

„Ég þarf ekki að réttlæta Instagram-síðuna mína, ég er stolt af myndunum mínum og ég er stolt af sjálfsmyndinni minni. Þegar ég var yngri þá hafði ég ekki mikla sjálfsmynd. Ég er stolt af líkamanum mínum og vil fagna honum. Ég dáist að mannslíkamanum í hverju því formi sem hann birtist. “

Bryndís biður fólk að dæma ekki bókina eftir kápunni, eða áhrifavaldinn eftir samfélagsmiðlinum sem hann birtist á. „Lítið í eigin barm, áður en þið lítið í annarra“

View this post on Instagram

I haven't been super active lately and to be honest I’ve had a hard time posting because I feel the pressure, when I post there is maybe going to be a news story or some kind of article about it good or bad. I don't mind them to be honest or atleast I thought I didn't. I always say to myself I don't mind other people's opinions or that their words don't hurt me at all, but deep down I do care. I feel things and I don't think it's fair for anyone to judge or talk bad about people that you don't know, and I know my Instagram account isn't for everyone, some people say I'm a selfish attention whore who does all this for likes. But I say to myself "it's okay Bryn, they all have different opinions and it's okay to share it and people are different " but in the end it still hurts. I don't have to justify my Instagram, but I am proud of my pictures and my self esteem, because when I was younger I didn't have alot of that. I am proud of my body and I want to embrace it. I admire the human body, all kinds of different bodies. Please never judge a person by their instagram or any kind of social media. People have said to me that they did judge me beforehand and they were so wrong about me, and trust me ive heard this alot. So please worry about yourself before you worry about others. Lots of love❤️ Try to be a rainbow in some else's cloud🌈

A post shared by Bryndís Líf (@brynnale) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvar eru Love Island pörin í dag?

Hvar eru Love Island pörin í dag?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.