fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025

Kelerí, harka og hávaði: Þetta er það sem íslenskar konur sakna úr kynlífi sínu

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 17. ágúst 2019 21:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi getur gott batnað, sagði einhver einhverntíma, en það á sannarlega við um kynlíf. Gott kynlíf getur verið notaleg rútína, en líka síbreytilegt og skapandi. Óskalistar okkar í kynlífinu eru líklega eins mismunandi og þeir eru margir, en misræmi í þeim er eitt af því sem getur gert sambönd svo ósköp erfið. Það er í besta falli pirrandi að þurfa stöðugt að slá af kröfum og óskum í rúminu – en á sama tíma er mikilvægt að við treystum okkur til að tjá okkur um og orða óskirnar.

DV fór á stúfana og heyrði í nokkrum íslenskum konum um hvers þær sakna helst í rúminu. Hér eru svörin:

„Ég sakna þess að geta ekki haft eins hátt og ég vil. Fullt hús af börnum og það allt. Ekki það að ég vilji endilega öskra eitthvað en góðar stunur, hlátur og annað er ómissandi. Annars er bara geggjað gaman!“

Fleiri sleiki! Djúpu kossana vantar alveg núorðið í kynlífið mitt. Það er einsog kúrfan á lengd tíma sem eytt er í sleik (upphitun) fari óhnikað niðurávið eftir því sem lengist í sambandinu.

„Harka. Já ég vil að hann taki aðeins á mér svo að ég finni fyrir kröftunum sem búa í þessum dásamlega líkama. Hann er þó á annarri skoðun og finnst bara óþægilegt og asnalegt að vera með einhver læti í rúminu.“

Munngælur eru ekki oft á dagskrá hjá okkur. Kannski er sökin mín líka, því ég hef ekkert sérstaklega gaman af því að totta hann. En ég vilti óska þess að hann færi niður á mig oftar.

„Kynlíf á morgnana. Við vorum dugleg við það áður, en núna skríða börnin upp í á morgnana, og oft sefur eitthvert þeirra á milli okkar. Það truflar kynlífið verulega.“

Húmorinn er farinn og ég sakna hans. Við vorum í upphafi sambandsins miklu léttari í lund og hlógum heil ósköp í rúminu. Núna 10 árum síðar er allt orðið svo alvarlegt.

„Kelerí. Það er eins og hann geti varla snert mig án þess að fá stinningu og við kelum aldrei án þess að samfarir fylgi. Ég vil geta hnoðast og kelað og knúsast án þess að fara alla leið.“

Tilbreyting almennt. Við erum búin að vera saman í fimmtán ár og kynlífið er orðið algjör rútína. Ég veit að þetta er klisja og ég veit að við eigum bæði sök. En ég veit líka að ef við gerum ekkert í þessu er bara tímaspursmál hvenær annað okkar eða bæði fara að leita annað.

„Harða tippið hans. Maðurinn minn er með æðislegt tippi, en hann er orðinn 55 ára og kominn með stinningarvandamál. Ég er að reyna að fá hann til að taka stinningarlyf, en hann hefur ekki viljað, finnst það eitthvað hallærislegt. Ég held samt áfram að reyna því ég elska að fá hann grjótharðan inn í mig.“

Ég sakna vandræðalega fálmkennda káfsins undir fötin. Kela í drasl í fötunum, í sófanum og afklæðast í gjörningnum. Ekki alltaf stemmarinn að vera kominn úr fötunum þegar allt byrjar. Þarf að bæta úr þessu!

Meira frá Röggu Eiríks á raggaeiriks.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rekinn fyrir að mæta ekki í vinnuna og krafðist þá bóta

Rekinn fyrir að mæta ekki í vinnuna og krafðist þá bóta
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eru komnir í baráttu við félög í Mið-Austurlöndum um undirskrift Modric

Eru komnir í baráttu við félög í Mið-Austurlöndum um undirskrift Modric
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.