fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025

Flest framhjáhöld verða á morgun klukkan korter í sjö: „Þá eru minni líkur á því að það komist upp“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ætlar að halda fram hjá makanum þínum, nú eða ef makinn ætlar að halda fram hjá þér þá er líklegt að það gerist á morgun, föstudag klukkan 18:45.

Af hverju segjum við það?

Vegna þess að rannsókn sem framkvæmd var af síðunni Illicit Encounters komst að því að það er sá tími sem flestir þeir sem halda fram hjá nota.

Þúsund manns tóku þátt í könnuninni og var aðal afsökunin sem fólkið gaf makanum sínum sú að þau væru að fara út með vinnufélögum sínum. Framhjáhaldararnir pössuðu sig á því að vera komnir heim fyrir miðnætti til þess að vekja ekki upp grunsemdir makans og einnig róuðu þeir samviskubitið með því að fara með makanum á stefnumót kvöldið eftir.

Samkvæmt könnuninni eru þetta þeir dagar sem fólk hélt oftast fram hjá á, í réttri röð:

  1. Föstudagur
  2. Þriðjudagur
  3. Fimmtudagur
  4. Miðvikudagur
  5. Mánudagur
  6. Laugardagur
  7. Sunnudagur

Að meðaltali voru þeir sem sem svöruðu að halda fram hjá tvisvar sinnum í viku og voru föstudagar og þriðjudagar vinsælastir. Þeir sem halda fram hjá geta verið mjög fyrirsjáanlegir þar sem 64% þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust halda sig við reglulega rútínu í framhjáhaldinu þar sem þeir telja það bestu leiðina til þess að fela framhjáhaldið.

Könnunin spurði fólkið líka út í þær afsakanir sem það gæfi makanum sínum og eru þær hér í réttri röð:

  1. Úti með vinnufélögum
  2. Fara í ræktina
  3. Hitta gamlan vin
  4. Töf út af umferðinni
  5. Versla

Talsmaður heimasíðunnar sem framkvæmdi könnunina sagði að það nýjasta sem þeir komust að varðandi þá sem halda fram hjá er það að þeir skuli halda sig við vana.

„Ef makinn þinn fer reglulega út með vinnufélögum sínum á föstudögum, þá gætir þú þurft að hafa áhyggjur. Sérstaklega ef hann bíður þér alltaf á stefnumót daginn eftir. Laugardags stefnumótið er gert til þess að friða samviskuna á framhjáhaldinu daginn áður. Ástæðan fyrir því að þeir sem halda fram hjá halda sig við rútínu er sú að það er auðveldara að halda sig við sömu afsökunina og sömu lygina aftur og aftur. Þá eru minni líkur á því að upp komist um framhjáhald þeirra.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kom að bílnum sínum stórskemmdum og leitar vitna – Nafnlaus miði með ótengdu númeri skilinn eftir

Kom að bílnum sínum stórskemmdum og leitar vitna – Nafnlaus miði með ótengdu númeri skilinn eftir
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Frændi Trumps sár eftir færslu forsetans – „Notkun R-orðsins er aldrei í lagi og er mjög særandi“

Frændi Trumps sár eftir færslu forsetans – „Notkun R-orðsins er aldrei í lagi og er mjög særandi“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Fimm góðar aðferðir til að koma í veg fyrir ísingu á bílrúðum – „Vodka er fullkominn til afísunar“

Fimm góðar aðferðir til að koma í veg fyrir ísingu á bílrúðum – „Vodka er fullkominn til afísunar“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Saga Jómundar hefur vakið athygli um allan heim

Saga Jómundar hefur vakið athygli um allan heim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Dramatískar vendingar í dómsmáli vegna átaka milli dyravarðar og hans fyrrverandi

Dramatískar vendingar í dómsmáli vegna átaka milli dyravarðar og hans fyrrverandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík