fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Bleikt

Sigga Dögg segir alla ábyrgðina í kynlífi liggja á strákum: „Stelpur fá ekki rými til að stýra og stjórna“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 12:43

Sigga Dögg er með umhverfiskvíða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur veltir fyrir sér í nýjustu færslu sinni, kynlífsmenningu ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlífi. Segir hún halla á alla í kynlífi á meðan konur séu ekki valdelfdar í því að kynnast eigin líkama, ráða yfir eigin líkama og eigin unaði. Og á þær sé hlustað.

Sigga Dögg gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að birta færsluna í heild sinni hér fyrir neðan: 

Í Bretlandi tala þeir nú um að breyta kynfræðslu og fara í algera yfirhalningu á hvernig er staðið að henni.
Einn punktur sem ein stjórnamálakona kom með var að við verðum að tala um unað kvenna (reyndar tók hún sérstaklega fram að hún ætlaði ekki að kenna þeim að fróa sér).

Ég tala mikið um unað kvenna í kynfræðslu og tel því sjálfsfróun algera undirstöðu þess að eignast líkama sinn, læra inn á sig, efla líkamsímynd og sjálfstraust, og geta haft jákvæða upplifun af kynlífi og píkunni.

Staðreyndin málsins er samt sá að enn að það er tabú fyrir stelpur að fróa sér, tala um að fróa sér, nudda snípinn í samförum með strák, skoða á sér píkuna, og vita hvað þær vilja í kynlífi, og biðja um það.

Á meðan við eflum ekki stelpurnar í að þekkja sig og tjá sig þá hallar á bólfélagann, sérstaklega ef það er strákur sem hún stundar kynlíf með útaf kynlífsmenningu drengja.

Kynlífsmenning drengja eins og hún er í dag er svona:

Þeir eiga að…
– hafa frumkvæðið
– ná honum upp
– nota smokkinn
– kunna að setja hann inn
– vilja setja hann inn
– fá samþykki
– halda honum stífum nægjanlega lengi
– þekkja stellingarnar
– hafa þol í að endast nægjanlega lengi
– fullnægja henni
– fullnægja sjálfum sér
– stýra og stjórna.

Strákar tala oft um þetta í tímum. Öll ábyrgðin á að stýra kynlífinu er á þeim. Ef þeir geri það ekki þá gerist ekki neitt. En það má ekki gleyma einu.

Stelpur fá ekki rými til að stýra og stjórna.
Þær mega ekki drepa stemminguna eða vera frekjur eða vita of mikið því þá eru þær of reynslumiklar (lesist druslur).

Þær mega heldur ekki gera kröfu um annars konar kynlíf en innsetningu lims því það er „alvöru“ kynlíf. Og svo eru þær sjaldnar graðar og eiga erfiðara með að fá fullnægingu. (lesist – mýtur)

En spurðu sjálfa/n þig – hvaðan koma hugmyndir okkar um hvernig við erum sem kynverur og hvernig kynlíf við eigum að stunda?

Það hallar á alla í kynlífi á meðan konur eru ekki valdelfdar í því að kynnast eigin líkama, ráða yfir eigin líkama og eigin unaði. Og á þær sé hlustað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Stjörnurnar hvetja fólk til að nota grímu – Dr. McDreamy með mikilvæg skilaboð

Stjörnurnar hvetja fólk til að nota grímu – Dr. McDreamy með mikilvæg skilaboð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.