fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Rósa Soffía einkaþjálfari: „Við þurfum ekki öll að fara í ræktina“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 5. nóvember 2018 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Soffía er þrjátíu og sjö ára gömul og starfar í bókhaldi. Rósa er einnig einkaþjálfari og segir hún algengt að fólk sé sífellt að tala um það að koma sér af stað í ræktinni.

„Stundum hef ég spurt fólk af hverju það ætli að byrja í ræktinni og oftast hefur fólk engin svör á reiðum höndum. Það talar um að það þurfi að koma sér í form en hefur sig bara ekki af stað,“ segir Rósa í nýrri færslu sinni á síðunni Lady.is

Rósa segist þó hafa fréttir að færa því fólki sem er stanslaust á leiðinni í ræktina.

„Við þurfum ekki öll að fara í ræktina. Meikar það einhvern sens að allir séu með sama áhugamálið? Það finnst mér að minnsta kosti ekki og mér finnst það bara alls ekki meika sens að fólk sé að pína sig áfram að mæta á einhvern stað daglega til þess að stunda hreyfingu sem það hefur svo kannski ekkert gaman af. Nennir aldrei að mæta en pínir sig samt af stað. Hverskonar líf er það?“

Hreyfing á ekki að vera gerð til refsingar

Segir Rósa að þegar fólk sé fast í vítahring sem þessum þá sé það merki um að það sé ekki að stunda réttu hreyfinguna.

„Þegar þú finnur réttu hreyfinguna þá LANGAR þig til þess að mæta, það er í alvörunni svo einfalt. Fyrst og fremst finnst mér mikilvægt að við séum ekki að hugsa um hreyfingu til þess að refsa okkur fyrir óhollt mataræði eða af því að okkur finnst við vera feit og ætlum að hlaupa af okkur spikið. Hreyfingu ætti að nota sem tækifæri til þess að fá smá tíma út af fyrir þig. Hlaða batteríin, hlust á tónlist. Hugsa.“

Rósa segir hreyfingu í raun vera eitt það besta sem fólk geti gert fyrir sjálft sig.

„Hvort sem við förum út að ganga, skokka, hjóla, förum í jóga, lyfta lóðum í ræktinni eða gerum æfingar á dýnu á stofugólfinu. Það er einnig hægt að skrá sig á allskonar námskeið eða í íþróttir eins og til dæmis súlufitness, sund, dans, fótbolta, blak og margt fleira. Það er ekki til bara ein rétt leið. Hver og einn þarf að finna hreyfingu sem hann elskar og þá verður það engin kvöð að hreyfa sig.“

Fékk sjálf ógeð á ræktinni

Segir Rósa að ef fólk hafi átt erfitt með að stunda hreyfingu hingað til vegna þess að því finnist óþægilegt að fara í ræktina, eða finnist það hreint út sagt leiðinlegt. Þá vilji hún benda fólki á að það þarf ekki að fara í ræktina.

„En alveg sama hvað þú gerir, ekki sleppa allri hreyfingu. Hreyfingarleysi er eitt það besta sem við getum gert okkur. Lýðheilsustofnun mælir með að minnsta kosti þrjátíu mínútna hreyfingu á hverjum degi og er það gott viðmið. Það ættu allir að geta fundið einhverja hreyfingu sem þeir hafa gaman af.

Sjálf fékk Rósa nóg af því að mæta í ræktina eftir margra ára þjálfun.

„Ég fékk bara ógeð einn daginn. Ef ég fór í ræktina þá lokaði ég mig aleina inni í hóptímasal og gerði æfingar þar. Ég fékk ógeð á „ræktar-tækjum“ og ég veit ekkert af hverju. Allt í einu hafði ég bara ekki áhuga á því að mæta í ræktina. Þá ákvað ég að prófa Crossfit og núna er komið ár síðan og ég hlakka alltaf til þess að mæta á hverja einustu æfingu. Ég leita aldrei af neinum afsökunum til þess að mæta ekki.“

Hvetur Rósa fólk til þess að skoða hvað sé í boði í kringum sig og að prófa sig áfram.

„Setjum okkur sjálf í fyrsta sætið og förum í smá sjálfsskoðun. Hreyfing og vellíðanin sem fylgir henni eykur sjálfstraust og andlega vellíðan svo mikið að það er algjörlega þess virði að eyða smá tíma í að finna hvað það er sem þér finnst gaman að gera.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.