fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Átta hlutir sem þú ættir að prófa í svefnherberginu -Eitthvað fyrir alla!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 28. október 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilbreyting í kynlífinu er mikilvæg til að halda kynlífssamböndum ferskum og spennandi. Bæði karlar og konur örvast kynferðislega af nýungum… þess vegna er grasið nú oft grænna hinum megin við girðinguna. Ef fólk í samböndum ætlar að halda lostanum á lífi er því eins gott að huga að þessu áður en rútínan drepur kynlífið. Hér eru nokkrar hugmyndir að spennandi tilbreytingum sem gætu hrist aðeins upp í hlutunum.

Valdaskipti

Í kvöld færð þú að ráða en á morgun snýst það við. Sá sem ræður ákveður ALLT og hinn þarf að hlýða. Til þess að þetta verði skemmtilegt fyrir báða þarf vissulega að vera búið að ræða um mörk – hvað má og hvað má ekki – og að sjálfsögðu er gott að hafa augu og eyru opin á meðan kynlífsleikurinn stendur yfir. Ef þig hefur alltaf dreymt um að fá að sleikja konuna þína í klukkutíma, en hún aldrei nennt að hafa þig milli fótanna lengur en korter er þetta gullið tækifæri!

Hei, komum að kela!

Kynlíf um miðja nótt  

Prófið að láta vekjaraklukkuna hringja um miðja nótt og byrjið tafarlaust að kela og knúsast og nuddast og njótast. Gerið þetta helst þegar það er frí daginn eftir!

Fjötrar

Léttar bindingar geta verið skemmtilegar. Sá bundni verður bara að gjöra svo vel að slaka á og njóta. Þetta þarf ekki að vera flókið eða útheimta innkaupaferð í Byko. Prófið að nota trefla eða klúta, samt ekki silkiklúta því hnútarnir eiga það til að herðast svo hrottalega að þeir verða varla leystir, og ekki nota neitt sjúklega dýrmætt sem þú myndir ekki tíma að klippa. Ekki herða neitt að hálsi og ekki binda svo fast að þú truflir blóðflæði.

Kynlíf án samfara  

Það er nefnilega til! Alltof margir eru gjörsamlega samfaramiðaðir í kynlífi sínu en undir þeim kringumstæðum vill gleymast að líkamar okkar eru meira en bara kynfærin. Notið hendur, munn, fætur og allt hina líkamshlutana sem gaman er að gæla við. Samfarir eru bannaðar og þær hömlur ættu að kveikja á sköpunargleðinni.

Munngælur að morgni  

Deilir þú rúmi með einhverjum sem á erfitt með að vakna á morgnana? Prófaðu að vekja hann/hana með munngælum.

Hlutverkaleikur

Prófið að skrifa handrit og leikið það svo í svefnherberginu. Hér er tækifæri til þess að máta ýmiss konar hlutverk sem mega alveg vera órafjarri raunveruleikanum. Kannski hefur þig alltaf dreymt um að leika stöðumælavörð sem hefur skyndisamfarir við prest, eða húsþrifakarl sem serðir seiðkonu. Hlutverkaleikir eru framlenging á kynórum og bráðskemmtileg iðja fyrir skapandi kynverur.

„Hann læsti tönnunum í safaríkar lendar hennar…“

Húslestur

Lesið erótískar sögur hvort/hver/hvor fyrir annað/aðra/annan. Kannski eru einhverjar blautlegar bókmenntir til á heimilinu en ef ekki er tilvalið að kíkja á síður eins og literotica.com. Þeir sem finna sköpunarþörfina ólga innra með sér ættu endilega að prófa að stinga niður penna og skrifa sína eigin erótík.

Hei sæta, eigum við að fróa okkur saman?

Samfróun

Það er ljómandi skemmtilegt að fróa sér saman. Eða skiptast á að horfa á hvort/hverja/hvorn annað/aðra/annan. Ef athyglisgáfan er í lagi er hægt að komast að alls konar lostaleyndarmálum um hinn aðilann og nýta þau síðar í ástarleikjum. Sjálfsfróun er persónuleg reynsla sem við stundum yfirleitt í einrúmi – þannig er þetta fyrirtaks leið til að auka nánd milli elskenda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.