Mánudagur 17.febrúar 2020
Bleikt

Hefur þú verið að þrífa þessa hluti vitlaust alla þína ævi?

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 26. október 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsverkin eru ekki endilega það skemmtilegasta sem fólk gerir en við þurfum þó öll að framkvæma þau. Það er því frábært þegar búið er að finna upp á auðveldari leiðum fyrir okkur til þess að flýta fyrir.

En stundum erum við að þrífa eftir okkar bestu getu án þess að átta okkur á því að við erum í raun og veru að gera hlutina verri með því að nota rangar aðferðir. Diply tók saman nokkur algeng húsverk sem fullt af fólki á sameiginlegt að vera að gera kolröng:

Margnota rör

Í dag eru margnota rör orðin ótrúlega vinsæl og er það frábært fyrir umhverfið og okkur sjálf. Það sem flestir eru þó að gera rangt þegar kemur að því að þrífa rörin er að lang flestir láta einungis heitt vatn og mögulega smá sápu renna í gegnum það. Það er þó ekki nóg og ætti fólk að fjárfesta í pípuhreinsum til þess að ná að þrífa almennilega úr rörunum sínum. Inn í þeim geta nefnilega safnast óhreinindi sem geta verið slæm fyrir heilsu okkar fái þau að liggja þar óhreyfð í lengri tíma.

Skúra viðargólf með vatni

Framleiðendur viðargólfs vara fólk við því að þrífa gólfefnið með vatni þar sem það getur valdið skemmdum og eyðilagt glansinn. Best er að kaupa sér sérstaka sápu til þess að hreinsa gólfin.

Sterk hreinsiefni á granít

Það er alls ekki gott að þrífa granít borðplötur með sterkum hreinsiefnum, ediki né sítrónu. Það fer illa með granítið og getur eyðilagt áferðina. Það er betra að nota milda sápu og mjúkan klút.

Hefur þú þrifið hnífastandinn þinn?

Það eru líklega fáir sem hafa tekið hnífana úr standinum og þrifið innan úr honum. Enda er þetta staður sem enginn sér, en það þýðir líka það að auðvelt er fyrir bakteríur að búa sér til ágætis heimili þar. Það er því gott að taka hnífastandinn reglulega og hreinsa hann í heitu vatni, nota síðan loftpressu til þess að hreinsa út úr holunum sjálfum.

Brjóstahaldarar

Brjóstahaldarar eru dýrar flíkur sem flestar konur eiga nokkur pör af. Það er því algjör óþarfi að láta þá eyðileggjast fyrr en þeir þurfa. Það er best að þvo þá í hönunum en ef þú ætlar að setja þá í þvottavélina, settu brjóstahaldarana þá í sérstakan þvottapoka til þess að minnka líkurnar á því að hann skemmist í vélinni.

Ekki þvo pottana þína á meðan þeir eru enn heitir

Í fyrsta lagi getur þú brennt þig. Í öðru lagi þá er það slæmt fyrir pottana, jafnvel rándýrir pottar geta eyðilagst ef þú þrífur þá á meðan þeir eru enn heitir.

Nestisbox

Það eru margir sem bíða með það að þrífa nestisboxið sitt þar til þeir koma heim. Það getur þó verið hættulegt heilsu okkar þar sem baktería getur hreiðrað um sig á skömmum tíma og getur verið erfitt að ná henni almennilega úr plastinu fái hún tíma til þess að grassera.

Stálpanna

Ef þú ert ein/nn af þeim sem setur stálpönnuna þína í uppþvottavél þá skalt þú hætta því hér með. Þú ert að eyðileggja tilgang pönnunnar. Það er lang best að þrífa þær bara með heitu vatni og helst engri sápu. Ef þú nærð ekki matnum úr henni einungis með heitu vatni, notaðu þá frekar salt til þess að skrúbba hann úr.

Skjáir

Það eru ekki allir sem vita að þú átt alls ekki að þrífa neina skjái á heimilinu með vatni. Það dugar þér að nota þurran örtrefjaklút.

Þurrkarinn

Það er ekki bara hættulegt heilsunni að þrífa ekki rykið úr þurrkaranum reglulega, heldur ert þú líka að bjóða eldhættunni heim. Það getur mjög auðveldlega kveiknað í heimili þínu ef þú ert ekki dugleg/ur að taka rykið sem safnast í þurrkarann úr honum.

Uppþvottavélin

Hvenær þreifst þú uppþvottavélina þína? Það er líklega svolítið langt síðan, ef þú hefur yfirhöfuð einhvern tíma gert það. Gott ráð er að setja edik í skál sem þú lætur standa á efri hillu uppþvottavélarinnar, blanda við það einni teskeið af matarsóda og láta vélina svo þrífa sjálfa sig með mjög heitu vatni.

Blandarinn

Það er mjög mikilvægt að losa hnífinn í blandaranum eftir hvert skipti sem þú notar hann og hreinsa hann sérstaklega vel. Ef þú gerir þetta ekki þá ert þú að skilja eftir örlítið af mat í blandaranum sem er ávísun á bakteríur.

Ekki blanda saman hreinsiefnum

Það er ástæða fyrir því að mismunandi tegundir af hreinsiefnum eru gerðar fyrir mismunandi hluti. Ef þú blandar þeim sama getur þú verið að búa til einhverja samsetningu á efnum sem eiga alls ekki samleið. Þannig getur þú hægt og rólega eyðilagt þá hluti sem þú ert að reyna að þrífa. Einnig getur þú verið að búa til einhverja efnasamsetningu sem gæti verið hættuleg þér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Courtney opnar sig um hjónabandið alræmda – 16 ára og 50 ára: „Ég er enn að reyna að átta mig á því sem gerðist“

Courtney opnar sig um hjónabandið alræmda – 16 ára og 50 ára: „Ég er enn að reyna að átta mig á því sem gerðist“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fór til Íslands eftir að lífið tók dramatíska stefnu – Fékk áfall þegar hún sá myndirnar

Fór til Íslands eftir að lífið tók dramatíska stefnu – Fékk áfall þegar hún sá myndirnar
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Ólétt og nísk – Keypti nýlega hús og leitar í ruslagámum: „Fjölskylda mín hefur gert þetta í áratugi“

Ólétt og nísk – Keypti nýlega hús og leitar í ruslagámum: „Fjölskylda mín hefur gert þetta í áratugi“
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Fyrrverandi fegurðardrottning svarar fyrir mataræði dóttur sinnar

Fyrrverandi fegurðardrottning svarar fyrir mataræði dóttur sinnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.