fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fastir pennar

Öfgar skrifa: Leiðbeiningar að þolendavænni orðræðu fjórða valdsins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundar pistilsins eru stjórnarmeðlimir Öfga: Hulda Hrund, Ninna Karla, Ólöf Tara, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða

Ársskýrsla Stígamóta árið 2020 sýnir að 23,1% af þeim sem leituðu til Stígamóta árið 2020 höfðu gert eina eða fleiri tilraunir til sjálfsvígs. Hlutfall þeirra sem gert hafa eina eða fleiri tilraunir til sjálfsvígs hefur verið á bilinu 20 – 28% á árunum 2016 til 2020 meðal þeirra einstaklinga sem leitað hafa til Stígamóta.

Tengsl hafa fundist milli þess að hafa upplifað tilraun til nauðgunar eða nauðgun í æsku og sjálfsvígshegðunar á lífsleiðinni. Þeir þolendur sem hafa látist af völdum sjálfsvígs hafa ekki getað tekið þátt í slíkum rannsóknum, svo raunverulegt umfang þolenda kynferðisofbeldis sem látast af völdum sjálfsvígs er ekki vitað. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru þolendur kynferðisofbeldis 13x líklegri til að gera tilraun til sjálfsvígs en þeir sem hafa ekki orðið fyrir kynferðisofbeldi.

 

Umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum á að fara eftir bæklingi frá Embætti Landlæknis, enda um verulega viðkvæm mál að ræða. Í málum þolenda kynferðisofbeldis, sem rannsóknir sýna að séu í aukinni hættu á því að gera tilraun til sjálfsvígs, teljum við að leiðbeiningar eigi að vera til staðar um hvernig ættir að fjalla um kynferðisofbeldi fyrir fjölmiðla. Þolendur ofbeldis fá óþolendavæna útreið í fjölmiðlum eins og við höfum sýnt fram á í fyrri pistlunum. Það er nauðsynlegt að bæta úr því.

Fjölmiðlar hafa aðstoðað fólk að beita þolendur, aktívista og stuðningsfólk ofbeldi með því að afmanneska okkur. Afmennskan gerir það að verkum að við erum útsettari fyrir allskyns árásum frá t.d. fólki í kommentakerfunum. Einnig hefur fjölmiðlaumfjöllun mikil áhrif í stóra samhenginu því þó að við gefum okkur mörg hver út fyrir að vera hlutlaus í þeim störfum sem við sinnum þá hefur samfélagsleg umræða alltaf einhver áhrif á okkur. Við erum ekki ónæm fyrir áhrifum fjölmiðla þó við störfum sem lögreglufólk, hæstaréttardómarar eða sem stjórnmálafólk. Vegna þess hvernig fjölmiðlar hafa stillt þolendum upp sem athyglissjúkum lygurum hefur fólk tekið þeim með fyrirvara og jafnvel áreitt þau. Háttsett fólk innan réttarkerfisins er í aðför gegn þolendum, birtandi lögregluskýrslur, skrifandi níðpósta, setjandi like við statusa sem vega að æru þolenda og svo framvegis. Við sjáum í réttarkerfinu hvernig mýtur feðraveldisins sem fjölmiðlar hafa haldið á lofti fá að njóta sín – hvað drakkstu mikið, varstu að halda framhjá, hefur sofið hjá svo mörgum, skrifaði tweet um að fara í sleik við einhvern, og svo lengi mætti telja.

Þolendavæn orðræða er mikilvæg fyrir alla þolendur, ekki bara þau sem eru að stíga fram í fyrsta skiptið og það þarf að eiga sér breyting innan fjölmiðla.

Þið verðið að hætta að skrifa greinar sem ýta undir þolendaskömmun og aðför að þolendum í samfélaginu. Það er hægt að notast við þolendavæna orðræðu þrátt fyrir að fjölmiðlar þurfi að gæta hlutleysis. Við höfum tekið saman lista sem er ágætis byrjun fyrir ykkur að skoða. Neðangreindur listi er ekki tæmandi.

  • Góð byrjun er að styðjast ávallt við orðið þolandi í stað fórnarlamb, nema þolandi láti lífið sökum ofbeldisins.
  • Hættið að taka fram hvort þolandi var undir áhrifum áfengis- eða annarra vímuefna, hvernig fötum þolandi var í eða annarskonar upplýsingar sem ýta undir þolendaskömmun.
  • Ekki nota samsettar myndir af þolanda og geranda, það er virkilega ósmekklegt.
  • Hafið einnig í huga að þolendur eru aldrei meintir, það má taka fram að þau hafi orðið fyrir meintu ofbeldi eða að meintur gerandi sé í málinu.
  • Hættið að taka fram fyrir hendurnar á þolendum – ekki afrita sögur þeirra af þeirra einkamiðlum án leyfis til þess að stilla þeim upp sem smellubrellum.
  • Ekki endurskrifa greinar út frá persónulegum skrifum valdakalla sem eru að reyna grafa undan frásögn þolanda.
  • Ekki taka þátt í aðför að þolanda sem einstaka fólk byrjar eins og til dæmis með að birta lögregluskýrslur þolanda í greinum ykkar.
  • Þegar þið vinnið greinar um mál þolanda skal það vera á þeirra forsendum á sem þolendavænastan hátt.
  • Ekki nota gildishlaðin orð sem stuða í fyrirsögnum til að fá smellur út á þolendur.
    • Kynferðisofbeldi í stað nauðgun
    • Þolandi í stað fórnarlamb
    • Ekki nota krassandi lýsingarorð til að lýsa ofbeldinu
  • Á facebook síðum ykkar; hættið að notast við stuðandi framsetningu þegar þið birtið greinar líkt og „hvað finnst lesendum um þetta?“ þegar greinar snúa að þolendum ofbeldis.
  • Þolendavænna kommentakerfi.
    • Vaktið kommentakerfin ef þið takið ákvörðun um að hafa þau opin og eyðið út hatursfullri orðræðu og ærumeiðingum
    • Ekki leyfa hótunum í kommentakerfinu að standa óáreittar
    • Best væri að loka á komment þar sem þau fyllast yfirleitt af skít og ógeði undir greinum um þolendur ofbeldis
    • Tilkynnið fólk fyrir hatursorðræðu, hótanir og ærumeiðingar til lögreglu
  • Ekki beita hatursáróðri í greinaskrifum gagnvart þolendum ofbeldis.

 

Sýnið ábyrgð í umfjöllun ykkar.

 

Heimildir

Ársskýrsla Stígamóta

Sjálfsvígshegðun meðal kvenna með sögu um kynferðisofbeldi í æsku

Identifying and Preventing Suicide in Post-Sexual care

Victims of Sexual Violence

Rape Culture, Victim Blaming, and the Role of Media in the Criminal Justice System

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Veröld sem var

Óttar Guðmundsson skrifar: Veröld sem var
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp
EyjanFastir pennar
24.03.2024

Björn Jón skrifar: Verðleikar og andverðleikar 

Björn Jón skrifar: Verðleikar og andverðleikar 
EyjanFastir pennar
24.03.2024

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Örlæti andans

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Örlæti andans
EyjanFastir pennar
16.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða fólkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða fólkið
EyjanFastir pennar
15.03.2024

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál
EyjanFastir pennar
09.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Hvirfilbylur bölmóðsins

Sigmundur Ernir skrifar: Hvirfilbylur bölmóðsins
EyjanFastir pennar
09.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund