Undirmeðvitund þín er eflaust í sjálfskoðun. Þú ert á þessum tímapunkti meðvituð/meðvitaður um líðan þína, drauma og þrár.
Hér kemur fram að þú ert leidd/ur áfram en þó án þess að þú gerir þér jafnvel fulla grein fyrir því. Sýnir í formi drauma eiga vel við og leið þín að sjálfinu er greið. Þú uppgötvar grundvallareðli þitt og veist hver þú ert í raun og veru. Vitund þín býr yfir þeim eiginleika að vera hrein þekking. Þegar þú kynnist betur hinu sanna eðli þínu munt þú vera fær um fleiri skapandi hugsanir.
Nýttu þér mátt þagnarinnar. Hann ýtir undir fullkomið jafnvægi, einfaldleika og fögnuð innra með þér. Þú ert vissulega fær um að sjá alla erfiðleika sem ögrandi áfanga og lætur ekkert buga þig.