Þrátt fyrir miklar annir og oft á tíðum stress virðist þú ná endum saman með skipulagi, krafti og óbilandi dugnaði.
Hér er þér hinsvegar ráðlagt að hvíla þig. Þú ættir að hlusta betur á líkama þinn sem mun fyrr en síðar láta þig vita að komið er að því að þú gefir eftir og hugir betur að eigin áhugamálum og ekki síður heilsu þinni.
Líf þitt einkennist af hraða sem er af hinu góða ef þú gefur þér tíma fyrir eigin þarfir. Þú ættir að næra sál þína og líkama með því að hvíla öldurót hugans og finna hina djúpu kyrrð sem ríkir á orkusviði þínu.
Gefðu þér tíma með sjálfinu svo þú komist í snertingu við orkusvið hinnar djúpu þagnar og tæru vitundar.