fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. apríl 2025 07:42

Maríuborg. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikskólastjórinn á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hefur sagt upp störfum og segist hann gera það eftir að hafa orðið fyrir einelti í starfi.

Leikskólastjórinn sem um ræðir, Agnes Veronika Hauksdóttir, sagði frá því í Facebook-hópi íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal í gær að hún hefði sagt upp störfum og ákvörðunin hefði ekki verið auðveld.

„En hún varð nauðsynleg eftir persónulegt einelti sem ég varð fyrir í starfi. Ég gerði mitt allra besta fyrir börnin, starfsfólkið foreldra – og þrátt fyrir að alls konar óvæntar uppákomur geti alltaf átt sér stað í flóknum störfum, þá á enginn að þurfa að þola niðurrif eða persónulegar árásir,“ sagði hún í hópnum.

Morgunblaðið greindi frá því í janúar að foreldrar 60 barna í leikskólanum hefðu krafist þess að leikstjórastjórinn viki frá störfum. Í frétt sem Morgunblaðið birti þann 24. janúar kom fram að ýmsar sakir hefðu verið bornar á hana, bæði af hálfu foreldra og nokkurra starfsmanna.

Sökuðu foreldrar hana um brot á lögum og sögðu að hegðun hennar hefði leitt til þess að 17 starfsmenn hið minnsta sögðu upp störfum. Þá viðruðu foreldrar, samkvæmt frétt Morgunblaðsins, áhyggjur sínar af því að faglegt starf í leikskólanum hefði dregist mikið saman og undirbúningur barna fyrir grunnskólanám væri afar takmarkaður.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segist Agnes Veronika hafa hætt vegna „hávaða“ en ekki af „faglegum rökum“.

„Það er ekk­ert sem ég gerði per­sónu­lega til að valda því að fólk færi að segja upp. Það er ákvörðun hvers og eins und­ir hverj­um maður vill vinna,“ segir hún meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bónus komið með sushi í verslanir

Bónus komið með sushi í verslanir