fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Telur að hótanir hafi borist sem íslenskur almenningur veit ekki af

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 07:30

Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að rík ástæða hljóti að vera fyrir því að íslenska kvennalandsliðið í handbolta fái ekki að spila fyrir framan áhorfendur gegn Ísrael í kvöld og annað kvöld um umspili um sæti á HM.

Liðin mætast á Ásvöllum í Hafnarfirði en hluti almennings hefur gagnrýnt að Ísland samþykki að mæta Ísrael yfirhöfð. Ljóst er að þeir fara fram en án áhorfenda og er það að ráði ríkislögreglustjóra. Víðir bendir á að fjöldi liða og landsliða í öðrum íþróttum, einkum knattspyrnu, hafi spilað við Ísrael eða ísraelsk félagslið frá því átökin á Gasa hófust, fyrir framan áhorfendur.

„Sú ákvörðun að leyfa ekki áhorf­end­um að fylgj­ast með kvenna­lands­leikj­um Íslands og Ísra­els í hand­bolta á Ásvöll­um annað kvöld og á fimmtu­dags­kvöldið er sér­stök, svo ekki sé meira sagt. Ísra­elsk landslið hafa spilað frammi fyr­ir áhorf­end­um víðs veg­ar um Evr­ópu eft­ir að átök­in á Gasa hóf­ust, m.a. lék karla­landslið Ísra­els í knatt­spyrnu úti­leiki gegn Frakklandi og Ítal­íu í vet­ur, með áhorf­end­ur í stúk­un­um. Ísra­elska knatt­spyrnuliðið Macca­bi Tel Aviv mætti Breiðabliki á Kópa­vogs­velli í árs­lok 2023 án telj­andi vand­ræða. Þar voru áhorf­end­ur í stúk­unni og friðsam­ir mót­mæl­end­ur fyr­ir utan girðingu,“ skrifaði Víðir meðal annars í pistli í Morgunblaðið.

„Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur ef­laust haft ríka ástæðu til að leggja til við HSÍ að spilað yrði án áhorf­enda í þetta sinn. Eitt­hvað hef­ur komið upp sem vek­ur þenn­an ótta um aðgerðir. Ein­hverj­ar hót­an­ir sem ekki hef­ur verið sagt frá. Ann­ars væru þessi til­mæli hrein­asta vit­leysa og til marks um að ein­hver hafi farið á taug­um. HSÍ get­ur ekki annað gert en að fara að til­mæl­um rík­is­lög­reglu­stjóra um að leikið sé án áhorf­enda og leik­ur­inn ekki aug­lýst­ur,“ skrifaði Víðir enn fremur og benti á að þetta allt saman bitnaði helst á landsliðskonunum okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að Trent muni ekki spila

Staðfestir að Trent muni ekki spila
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Í gær

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“