fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Baldur efast um að Gylfi Már hafi séð að boltinn væri inni í Garðabæ – „Ákvörðun sem breytir leiknum“

433
Mánudaginn 7. apríl 2025 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Sigurðsson sérfræðingur Stöðvar 2 Sport efast um að Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari hafi séð að boltinn væri inni í Garðabæ í kvöld. Stjarnan skoraði draugamark í 2-1 sigri liðsins á FH í kvöld þar sem dómari leiksins Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var í sviðsljósinu.

Markalaust var í hálfleik en FH-ingar vildu fá vítaspyrnu Tómas Orri Róbertsson féll í teignum. Vilhjálmur Alvar dæmdi ekkert og voru FH-ingar verulega ósáttir.

Það var svo á 64 mínútu sem Stjarnan skoraði draugamark, Örvar Eggertsson skallaði þá boltann að marki en Mathias Rosenörn komst fyrir boltann. Vilhjálmur Alvar ætlaði ekki að dæma mark en Gylfi Már Sigurðsson, aðstoðardómari flaggaði markið. Í sjónvarpi var ómögulegt að segja hvort boltinn væri inni.

„Það eru átta manns fyrir framan hann og markvörður á línunni. Ákvörðun sem breytir leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson í beinni á Stöð2 Sport eftir leik og efaðist hann um að Gylfi hefði getað dæmt um þetta atvik með vissu.

Það var svo fjórum mínútum eftir þessa umdeildu ákvörðun sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrir Stjörnuna og kom liðinu í 2-0. Dagur Trautason lagaði stöðuna fyrir FH undir lok leiks en þar við sat.

Fyrstu umferð Bestu deildarinnar er þar með lokið og heldur ballið áfram um næstu helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Antony yfirgefur United í dag

Antony yfirgefur United í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“