fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: „Þetta er, held ég, heimsmet í heimsku“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það sé bara hreinlega best fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stoppa þetta. Ef ekki, þá á að fara strax með málið í íbúakosningu.“

Þetta sagði stjórnarþingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, í umræðum undir dagskrárliðnum störf þingsins á Alþingi í gær.

Guðmundur Ingi hefur verið gagnrýninn á áform fyrirtækisins Carbfix, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, um að dæla koltvísýringi, sem fluttur hefur verið frá Evrópu, í jörð í Straumsvík. Áformunum hefur verið mótmælt harðlega, meðal annars á þeim grundvelli að íbúðabyggð sé í næsta nágrenni og að dælingin verði í námunda við grunnvatn.

Í ræðu sinni í gær sagði Guðmundur Ingi:

„Nú stefnir að því að bæjarstjórn Hafnarfjarðar taki til afgreiðslu niðurdælingu Carbfix í Straumsvík. Carbfix hefur verið að dæla niður á Hellisheiði, hefur tekið upp það sem er að koma við hitaveituframkvæmdir þar og dælt því niður, sem er ekkert að því að gera. Þar erum við að tala um 1.000 tonn á mánuði. En hvað ætlar Carbfix að gera í Straumsvík? 250 sinnum meira — 250.000 tonn á mánuði.“

Guðmundur Ingi gefur lítið fyrir það að eiturefni séu aðeins lítill hluti af heildarmagninu.

„Sagt er að eiturefni séu pínulítill hluti af því en það eru nokkur tonn á viku vegna þess að þetta er svo gífurlegt magn. Við erum að tala um að til þess að gera þetta þarf 2.500 lítra á sekúndu, 75 milljón lítra af hreinu vatni á að blanda með úrgangi frá Evrópu,“ sagði þingmaðurinn og hélt áfram:

„Ég segi að þetta er, held ég, heimsmet í heimsku vegna þess að við erum að menga vatn. Við erum að flytja inn úrgang hérna á Reykjanesið þar sem er gos reglulega, sem mengar hvað mikið? Hvernig í ósköpunum getum við leyft okkur að segja að þetta sé eitthvað hagkvæmt, að það sé eitthvað verið að gera þarna fyrir náttúruna? Ég fæ ekki séð á neinn hátt að það sé hægt að réttlæta svona mál og allra síst með því að segja að við séum að gera þetta fyrir náttúruna vegna þess að þarna undir er líka t.d. einstakur silungastofn við Straumsvík sem lifir bæði í ferskvatni og sjó. Og við erum ekki að tala um að dæla bara undir Hafnarfjörð heldur líka Garðabæ, Kópavog. Magnið er gífurlegt og það á að fara undir byggð Ég held að það sé bara hreinlega best fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stoppa þetta. Ef ekki, þá á að fara strax með málið í íbúakosningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“