fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: „Þetta er, held ég, heimsmet í heimsku“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það sé bara hreinlega best fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stoppa þetta. Ef ekki, þá á að fara strax með málið í íbúakosningu.“

Þetta sagði stjórnarþingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, í umræðum undir dagskrárliðnum störf þingsins á Alþingi í gær.

Guðmundur Ingi hefur verið gagnrýninn á áform fyrirtækisins Carbfix, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, um að dæla koltvísýringi, sem fluttur hefur verið frá Evrópu, í jörð í Straumsvík. Áformunum hefur verið mótmælt harðlega, meðal annars á þeim grundvelli að íbúðabyggð sé í næsta nágrenni og að dælingin verði í námunda við grunnvatn.

Í ræðu sinni í gær sagði Guðmundur Ingi:

„Nú stefnir að því að bæjarstjórn Hafnarfjarðar taki til afgreiðslu niðurdælingu Carbfix í Straumsvík. Carbfix hefur verið að dæla niður á Hellisheiði, hefur tekið upp það sem er að koma við hitaveituframkvæmdir þar og dælt því niður, sem er ekkert að því að gera. Þar erum við að tala um 1.000 tonn á mánuði. En hvað ætlar Carbfix að gera í Straumsvík? 250 sinnum meira — 250.000 tonn á mánuði.“

Guðmundur Ingi gefur lítið fyrir það að eiturefni séu aðeins lítill hluti af heildarmagninu.

„Sagt er að eiturefni séu pínulítill hluti af því en það eru nokkur tonn á viku vegna þess að þetta er svo gífurlegt magn. Við erum að tala um að til þess að gera þetta þarf 2.500 lítra á sekúndu, 75 milljón lítra af hreinu vatni á að blanda með úrgangi frá Evrópu,“ sagði þingmaðurinn og hélt áfram:

„Ég segi að þetta er, held ég, heimsmet í heimsku vegna þess að við erum að menga vatn. Við erum að flytja inn úrgang hérna á Reykjanesið þar sem er gos reglulega, sem mengar hvað mikið? Hvernig í ósköpunum getum við leyft okkur að segja að þetta sé eitthvað hagkvæmt, að það sé eitthvað verið að gera þarna fyrir náttúruna? Ég fæ ekki séð á neinn hátt að það sé hægt að réttlæta svona mál og allra síst með því að segja að við séum að gera þetta fyrir náttúruna vegna þess að þarna undir er líka t.d. einstakur silungastofn við Straumsvík sem lifir bæði í ferskvatni og sjó. Og við erum ekki að tala um að dæla bara undir Hafnarfjörð heldur líka Garðabæ, Kópavog. Magnið er gífurlegt og það á að fara undir byggð Ég held að það sé bara hreinlega best fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stoppa þetta. Ef ekki, þá á að fara strax með málið í íbúakosningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast