fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Reiði ríkir meðal Hafnfirðinga – „Mér finnst þetta bara galið“

433
Miðvikudaginn 19. mars 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH getur ekki tekið þátt í undanúrslitum Lengjubikars kvenna þar sem liðið er á leið í æfingaferð sem skarast á við leikinn. Ekki náðist samkomulag við Þór/KA, andstæðinginn í undanúrslitunum, um að spila leik liðanna eftir að FH kemur heim úr ferðinni.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, er allt annað en sáttur við þetta. Segir hann að liðið hafi tímasett æfingaferð sína með það til hliðsjónar að hún skaraðist ekki á við landsliðsverkefni hjá KSÍ. Er hann svekktur út í bæði sambandið og Þór/KA.

„Mér finnst þetta bara galið. Við veljum tímasetningu með landsliðsverkefni Íslands til hliðsjónar. Það er þessi dagsetning fyrir æfingaferð sem hentar upp á það að gera að ferðin rekst ekki á landsliðsverkefni. Okkur er refsað fyrir það af sambandinu,“ segir Guðni í samtali við Fótbolta.net.

„Þór/KA sagði nei við því að spila 30. mars og þá er þetta bara svona, af því rétturinn er þeim megin. Mér finnst þetta lélegt.“

Stjarnan tekur sæti FH í undanúrslitum og mætir Þór/KA. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Breiðablik og Valur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa