fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Pressan

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum

Pressan
Mánudaginn 17. mars 2025 11:30

Það getur verið einmanalegt að dvelja á Suðurskautslandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líklega ekki auðvelt að vera lokaður inni á rannsóknarstöð á Suðurskautslandinu mánuðum saman, fjarri mannabyggð og á stað þar sem allra veðra er von.

Hópur vísindamanna sem dvelur á Sanae IV-rannsóknarstöðinni getur væntanlega vitnað um það en hópurinn hefur sent beiðni þess efnis að einhver komi og sæki þá eftir að kollegi þeirra gekk af göflunum.

Sunday Times í Suður-Afríku greindi frá málinu um helgina.

Um er að ræða tíu manna hóp vísindamanna frá Suður-Afríku og mun einn úr hópnum hafa sent tölvupóst í síðustu viku sem vakti nokkrar áhyggjur.

Kom fram að farið væri að bera á geðrænum veikindum eins úr hópnum sem ráðist hefði á samstarfsmenn sína og hótað að drepa þá. Þá var hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn einum úr hópnum.

Hópnum er nokkur vandi á höndum því samkvæmt áætlun ætti hann að dvelja á Suðurskautslandinu í tíu mánuði til viðbótar.

Í tölvupósti sem Sunday Times vitnar segir meðal annars:

„Því miður er hegðun hans orðin óútreiknanleg. Hann réðst á (X) sem er alvarlegt brot á öryggismálum vinnustaðarins og hann hótaði að drepa (X) sem hefur skapað óttablandið andrúmsloft. Ég er farinn að óttast um eigið öryggi og hugsa stöðugt um það hvort ég verði næsta fórnarlambið.“

Dion George, ráðherra umhverfismála, segir við Sunday Times að málið sé tekið alvarlega og hann muni persónulega ræða við hópinn. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það hvort hópurinn fari heim eða hvort einstaklingnum sem verið hefur til vandræða verði snúið heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað út af heimskulegum hrekk aðstoðarkennara

Allt brjálað út af heimskulegum hrekk aðstoðarkennara
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sökuð um að hafa myrt ungabarn fyrir 27 árum

Sökuð um að hafa myrt ungabarn fyrir 27 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skuggalega sagan á bak við myndina – Áhyggjulaus í sturtu en nokkrum mínútum síðar tók hryllingurinn við

Skuggalega sagan á bak við myndina – Áhyggjulaus í sturtu en nokkrum mínútum síðar tók hryllingurinn við