fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman

Pressan
Föstudaginn 14. mars 2025 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið fjallað um dauða bandaríska leikarans Gene Hackman og konu hans Betsy Arakawa í síðasta mánuði. Nú hefur komið í ljós að þrjú börn Hackman munu samkvæmt erfðaskrá hans ekki erfa eitt sent af auðæfum hans en líklegt er talið að þau muni ekki sætta sig við þau málalok.

Hackman var heimsfrægur og vann á sínum ferli tvenn Óskarsverðlaun og dauði hans og eiginkonunnar vakti því heimsathygli. Hann var 95 ára en hún 30 árum yngri. Hackman lék síðast í kvikmynd árið 2004 en hann var heilsuveill síðustu árin og glímdi bæði við Alzheimer og hjartasjúkdóm. Hjónin höfðu einangrað sig nokkuð og fundust ekki fyrr en um tveimur vikum eftir að Arakawa lést og um viku eftir að Hackman lést og aðkoman var því ófögur.

Arakawa lést 11. febrúar vegna áhrifa hantaveiru sem líklegast hefur borist í hana úr nagdýri. Hackman lést um viku síðar af völdum háþrýstings og tilheyrandi hjartasjúkdómi. Talið er afar líklegt að vegna áhrifa Alzheimer-sjúkdómsins hafi hann aldrei áttað sig á því að kona hans væri látin.

Dánarorsök Gene Hackman og eiginkonu hans opinberuð

Síðustu dagar Gene Hackman

Ljóst er að Hackman var auðugur maður en eignir hans voru metnar á um 80 milljónir dollara (um 11 milljarða íslenskra króna) samkvæmt umfjöllun New York Post.

Eini erfinginn

Arakawa og Hackman giftu sig 1991 og fjórum árum síðar gerði hann hana að eina erfingja sínum en Hackman átti þrjú börn úr fyrra hjónabandi sínu, dæturnar Elizabeth og Leslie og soninn Christopher.

Töldu hjónin afar líklegt í ljósi aldursmunarins að Hackman myndi deyja á undan en sú varð svo á endanum ekki raunin.

Ef svo færi að hún myndi deyja fyrst átti hann að erfa allar eigur hennar. Einnig mun erfðaskráin hafa kveðið á um að ef þau bæði dæju með innan við 90 daga millibili, sem varð síðan raunin, myndu allar eigur Arakawa, þar með væntanlega talinn arfurinn frá Hackman, renna til góðgerðarmála.

Hnekkja

Hjónin gerðu engan kaupmála og þau bjuggu í Nýju Mexíkó en samkvæmt lögum í því ríki teljast eignir hjóna sameign nema um annað sé samið.

Christopher hefur að sögn ráðið lögmann sem sérhæfir sig í erfðarétti og munu þeir því væntanlega freista þess að fá erfðaskránni hnekkt. Það er talið mögulegt að það geti borið árangur enda eru systkinin einu einstaklingarnir sem eiga eitthvert tilkall til arfsins eftir dauða stjúpmóður þeirra. Hackman fór ekkert í grafgötur með að hafa verið lítið til staðar, þar sem hann var svo oft fjarverandi frá heimilinu vegna vinnu, á meðan börn hans voru að alast upp en mun að sögn hafa bætt sambandið við börnin eftir að þau urðu eldri.

Einnig hefur komið fram að dánarbú hjónanna hefur krafist þess að allar upptökur, ljósmyndir og önnur gögn sem tengjast rannsókninni á dauða hjónanna verði ekki gerð opinber eins og gjarnan er gert í Bandaríkjunum. Er þessi krafa að sögn hugsuð til að vernda einkalíf þeirra í dauðanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld