fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. mars 2025 16:05

Lögreglustöðin á Selfossi. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir aðila sem handtekinn var í gær vegna rannsóknar á láti manns sem fannst þungt haldinn í Gufunesi á mánudagsmorgun og lést á sjúkrahúsi stuttu síðar.

Þrjú önnur eru í gæsluvarðhaldi. Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, 34 ára að aldri, er einn þeirra. Einnig er í gæsluvarðhaldi 19 ára piltur sem tengist tálbeituhópum margnefndum. Mbl.is heldur því fram að þriðji aðilinn í gæsluvarðhaldi sé 37 ára gömul kona. DV hafði hins vegar fengið óstaðfestar fréttir um að þriðji aðilinn væri maður á þrítugsaldri.

Brotaþolinn var slæmur til heilsunnar

Samkvæmt mbl.is glímdi maðurinn sem fólkið varð að bana við veikindi og persónuleikaröskun. Hafði hann fengið aðstoð frá sveitarfélaginu til að sækja þjónustu frá stofnun nær daglega. Segir að maðurinn hafi verið mjög breyttur frá fyrri tíð og hegðun hans verið ófyrirsjáanleg undanfarin misseri. „Eng­ar fregn­ir séu þó af því hann hafi sóst eft­ir kynn­um við börn,“ segir í fréttinni.

Mbl.is staðhæfir að morðið á manninum hafi verið tálbeituaðgerð. Um hafi verið að ræða tálbeituhóp frá Suðurlandi sem ginnir menn til fundar undir því yfirskini að þeir séu að fara að hitta barnungar stúlkur.

Uppfært kl. 18:

Tvær konur og tveir karlar eru núna í gæsluvarðhaldi. Fimmti aðilinn, karlmaður, hefur einnig verið handtekinn vegna rannsóknar málsins og verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga