fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. mars 2025 14:30

Myndin er samsett með notkun gervigreindar og skjáskots af ja.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona varar kattaeigendur í miðbænum við manni sem hún sá vera að setja harðfisk á gatnamót í miðbænum.

„Ég vil vara kattaeigendur í miðbænum við að það er einhver helvítis ónytjungur að planta harðfiski á mitt hringtorgið á gatnamótum Freyjugötu og Baldursgötu.“ 

Um er að ræða gatnamót Baldursgötu og Þórsgötu, en líklegt er að konan hafi ruglast á götuheitum enda í áfalli eftir atvikið. 

„Stendur svo bara þarna og virðist bíða eftir að einhver komi og keyri yfir kettina sem þyrpast þarna að. Viðbjóðslegur maður. Vildi vara kattareigendur sem eru þarna við. Við tókum harðfiskinn og settum upp á gangstétt á meðan hann stóð þarna og gargaði eitthvað. Það var þarna einn svartur og hvítur loðinn köttur og einn appelsínugulur og hvítur að gæða sér á fiskinum.“

Konan setti færslu um atvikið í Facebook-hópinn Kattarsamfélagið. Segir hún aðspurð ekki hafa áttað sig á að taka mynd þar sem hún og þeir sem með henni voru hafi verið í áfalli vegna atviksins.

Ljóst er að fleiri kannast við manninn þar sem einn skrifar í athugasemd:

„Við lentum í honum fyrr í kvöld og hann sagðist bara vera gefa þeim að borða, keyrðum framhjá og ein konan með honum spurði hvað væri að okkur ss stoppuðum og fórum varlega framhjá.. hver er að henda þessu i fyrsta lagi á miðja götuna!!“

„Það þarf að taka svona viðbjóð úr umferð strax,“ skrifar kona. Og önnur segir: „Myndi fleygja þessu strax, gæti verið löðrandi í frostlegi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita