fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. mars 2025 18:32

Frá Kópavogi. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex eru í haldi lögreglunnar vegna andláts karlmanns snemma í morgun. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Sjá einnig: Manndrápsmálið:Hinn látni var karlmaður á sextugsaldri – Líkið fannst í Gufuneskirkjugarði

Í tilkynningu frá lögreglunni fyrr í dag kom fram fimm væru í haldi lögreglunnar vegna málsins.

Sá sjötti var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Kópavogi síðdegis eftir umfangsmikla eftirför í Kópavogi og Garðabæ. Af­skipti voru höfð af bíl við um­ferðareft­ir­lit í Linda­hverfi, en stöðvun­ar­merkj­um lög­reglu var ekki sinnt svo lög­regla hóf eft­ir­för.

Eft­ir­för­inni lauk við Hrauntungu. Tveir einstaklingar voru í bílnum og hlupu á brott undan lögreglu. Karlmaður var handtekinn, en leitað er að konunni sem var í bílnum.

Sérsveitin er komin til aðstoðar við lögregluna í Kópavogi.

Vísir greinir frá að fréttastofu hafi borist ábendingar um lögregluaðgerð við Víghólastíg í Kópavogi.

Uppfært kl. 19.14

RÚV segir hin handteknu vera ungmenni en yfir 18 ára aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“