fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Íslensk kona búsett í Noregi ákærð fyrir kókaínakstur á Norðurlandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. mars 2025 10:06

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra hefur verið gefin út í Lögbirtingablaðinu á hendur íslenskri konu sem skráð er með búsetu í Noregi fyrir að aka bifreið á Norðurlandi undir áhrifum kókaíns með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði utan vegar.

Konunni er stefnt til að mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands Vestra þegar mál hennar verður tekið fyrir í lok apríl. Konan er ákærð fyrir hafa aðfaranótt miðvikudagsins 23. ágúst 2023 ekið bifreiðinni norður Norðurlandsfjallsveg við Stóru-Giljá í Húnabyggð, og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar, óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa kókaíns. Magns kókaíns í blóði konunnar reyndist 75 nanógrömm per millilítra.

Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar.

Samkvæmt ákærunni er heimilisfang konunnar í Noregi óþekkt og því hefur væntanlega ekki tekist að birta henni ákæruna og þar með farin sú leið að birta hana í Lögbirtingablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“