fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Valur staðfestir komur Marius Lundemo – Hefur margoft unnið norsku deildina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. mars 2025 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Valur og miðjumaðurinn Marius Lundemo hafa gert með sér samning þess efnis að Norðmaðurinn leiki með félaginu næstu tvö árin. Lundemo sem er fæddur árið 1994 kemur með mikla reynslu úr norska boltanum eftir að hafa unnið fjölda titla m.a. með norska stórliðinu Rosenborg .

„Það er okkur mjög mikilvægt að fá inn leikmenn sem hafa unnið titla,” segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals.

„Við höfum lagt mikið á okkur við að tryggja okkur krafta Lundemo, enda hefur hann lengi verið efstur á óskalista okkar þegar kemur að djúpum miðjumanni. Lundemo er klárlega leikmaður úr efstu hillu sem mun koma til með að styrkja hópinn okkar allverulega.“

Lundemo er nú þegar mættur til liðsins í æfingaferð Vals á Marbella á Spáni, þar sem hann mun undirbúa sig með liðinu fyrir komandi átök. Lundemo segist ánægður með ákvörðunina um að ganga til liðs við Val og hlakkar til þess að fara að vinna leiki.

„Ég ákvað að velja Val þrátt fyrir að hafa fleiri möguleika í stöðunni,” segir Marius Lundemo.

„Ég kynnti mér félagið vel, átti fundi með forsvarsmönnum og þjálfara og ræddi síðan við leikmenn. Það er greinilega hugur í mönnum að gera vel í ár og ég held að mínir hæfileikar sem leikmaður geti nýst liðinu vel. Það verður gaman að flytja til Íslands og taka þátt í þessu ævintýri bæði í Bestu deildinni en líka í Evrópukeppninni.“

Arnór Smárason sem starfar sem tæknilegur ráðgjafi stjórnar knattspyrnudeildar þekkir vel til Lundemo.

„Þetta er leikmaður sem er búinn að gera allt í Noregi og það er ekki á hverjum degi sem leikmenn með svona prófíl velja að koma til Íslands. Hann býr yfir eiginleikum sem þú vilt sjá í djúpa miðjumanninum þínum og ég er ekki í nokkrum vafa um að hans hæfileikar muni nýtast frábærum leikmönnum Vals í sumar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar